Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.12.1959, Qupperneq 39
Innlendar bœkur, Menn og minningar eftir Valtý Stefánsson. Bókfellsútgáfan 1959. Bókfellsútgáfan hefir gefið út margar ágætar bækur á und- anförnum árum, þar á meðal eru Merkir íslendingar, Ævisaga Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, og tvær bækur, er geyma viðtöl Valtýs Stefánssonar við fjölda merkra manna: Þau geröu garöinn frœgan og Myndir úr þjóölífinu. Hér kem- ur þriðja bók Valtýs af líku tagi og aftast í henni er nafna- skrá yfir öll bindin. Er skemmst frá því að segja, að þetta er úrvalsbók, sem vex þeim mun meir að gildi sem tímar líða. í stuttu en snjöllu máli bregður höfundurinn á skemmtilegan hátt upp lifandi myndum af fjölda kunnra manna, sem sumir eru nú gengnir undir græna torfu. Eru þessar ágætu svip- myndir bæði mikil og margvísleg persónusaga og jafnframt skýrar og merkilegar þjóðlífsmyndir. Þessi síðasta bók, sem geymir 50 þætti, er að því leyti frábrugðin hinum fyrri, að hér eru nokkrar greinar af merkum viðburðum, svo sem 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, sem höfundur var sjónar- og heyrnarvottur að sjálfur. Ennfremur tvær minnngargreinar. Myndir fylgja þáttunum, og er bókin mikil prýði. Óneitanlega fáar nýjar bækur girnilegri, hvort heldur til fróðleiks eða skemmtunar, jafnt ungum sem öldnum. Það er því vafalaust, að þessi bók verður ekki aðeins mikið keypt, heldur þaullesin. Oscar Clausen: Á fullri ferö. Bókfellsútgáfan 1959. Þetta eru æskuminningar höfundar, sem er léttur í máli og hefir frá ýmsu að segja. Sumir þeir verzlunarhættir, sem hann lýsir, eru nú úr sögunni, og líka kominn annar sveitarbragur en þá var þarna vestra og annars staðar. Skemmtilegast þótti mér að lesa frásagnirnar um marga góða búhölda og merkis- konur. Mest fannst mér samt til um þáttinn af Margréti á Hamraendum. Manni birtir fyrir augum og hlýnar um hjarta-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.