Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 5

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 5
KIRKJURITIÐ 339 Ég bið kirkju mína þess, að hún láti aldrei hrekjast inn í helli, en muni ávallt ábyrgð sína gagnvart öllu lífi þýzku þjóð- arinnar. Ég bið hana þess, að hún gefist aldrei upp fyrir mátt- arvöldum þessa heims. Ég bið þess, að Guð varðveiti kirkjuna fyrir þeirri freistingu að bugast af anda áróðursins, sem æðir alit umhverfis hana. Guð hefur gefið börnum sínum anda kraft- arins, kærleikans og agans, — ekki þann anda, sem berst við aðra í blöðunum og lætur skoðanamun valda persónulegum árásum. Ég bið þess, að því krappari sem veraldarkjör kirkjunnar verða, því meir styrki Guð einingu hennar, svo að hún megni að greina hismið frá kjarnanum. Ég bið þess, að trúum, hlýðn- Um kristnum mönnum fjölgi, svo að ný játningakirkja megi rísa á rústunum, ef þjóðkirkjan skyldi hrynja, og þar myndi trúir mótmælendur enn öruggara vígi. Ég bið fyrir öllum, sem eiga embætti að gegna í kirkjunni, að þeim fallist ekki hugur við vaxandi vanda og straumhvörf timans. Því erfiðari hlut- verk, því meiri blessun. Hættuleg tímamót líða hjá. Kristur varir. Ég bið einkum fyrir þeim, sem lífið er orðið byrði vegna að- stæðna tímans og hætta vofir því yfir, að þeir glati trú sinni. Einn er sá, sem veitir þessum kjarklausu mönnum styrk. Að- stæðurnar ráða ekki úrslitum mannlífsins, heldur trúin, sem fús er þess að þola þjáningar. Og sú trú fullkomnast við fyrir- heit Drottins miskunnarinnar. f þeirri trú hef ég reynt að lifa. Eitt sinn samdi ég yfirlýs- tnguna í Stuttgart, þar sem vér játuðum sök kirkju vorrar. Einn kaflann og hann mjög mikilvægan, samdi Martin Nie- ^nöiler. Hitt samdi ég. Ég vil ekki skilja svo við þennan heim, að ég játi ekki hlutdeild mína í þeirri sök, sem vér játuðum al- *r- Ég játa einnig, að „ég hefði átt að sýna meira hugrekki og e*ga heitari kærleikseld“. En ég trúi því, að miskunn Guðs sé ^eiri sök vorri. Fyrirgefning Guðs hefur verið líf mitt hvern hag. Þess vegna bið ég nú alla, sem ég hef syndgað gegn, að fyrirgefa mér, eins og ég fyrirgef öllum, sem hafa syndgað Segn mér. Á.G. íslenzkaöi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.