Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 50
384 KIRKJURITIÐ Jakob Einarsson, Hofi og séra Pétur Magnússon, Vallanesi, en séra Oddur Thorarensen bætzt í hópinn. Síðan minntist hann þess, að 20 ár eru liðin frá stofnun félagsins. 13. ágúst 1940 boðaði herra Sigur- geir Sigurðsson biskup, er þá hafði nýlokið yfirreið um Suður-Múla- prófastsdæmi, til prestafundar á Ketilsstöðum á Völlum, og var þar félagsstofnun samþykkt og í fyrstu stjórn kjörnir: Séra Sveinn Vík- ingur, formaður, séra Stefán Björnsson og séra Jakob Einarsson. í ýtarlegu erindi minntist séra Erlendur ýmissa þátta í starfi félags- ins á liðnum árum. Aðalumræðuefni fundarins voru prestskosningar og var séra Ingi Jónsson framsögumaður. Urðu miklar umræður um það mál, og var eftirfarandi tillaga samþykkt í málinu: „Aðalfundur Prestafélags Austurlands 1960 álítur nauðsynlegt að breyta núgildandi prests- kosningalögum og bendir væntanlegu kirkjuþingi, sem fá mun þessi mál til meðferðar, á eftirfarandi atriði til athugunar: 1. Að liðnum umsóknarfresti um laust prestakall skal prestskosn- ingaráð, sem í eiga sæti biskup, forseti guðfræðideildar og hlut- aðeigandi héraðsprófastur, mæla með ákveðnum umsækjanda i embættið. 2. 1 hverju prestakalli skal starfa kjörnefnd, kjörin til ákveðins tíma, kosin á almennum safnaðarfundi. Hlutverk hennar er að kaila prest að fengnum upplýsingum prestskosningaráðs. 3. Fáist ekki samkomulag þessara aðila: kjörnefndar og prests- kosningaráðs, skulu fram fara í söfnuðunum prestskosningar. Sa prestur telst þá löglega kosinn, sem flest fær atkvæði. Skylt er þó að auglýsa prestakallið að nýju, ef auðir seðlar eru fleiri en gild atkvæði." Séra Erlendur Sigmundsson og séra Ingi Jónsson voru endur- kosnir í stjórn félagsins, en í stað séra Þorgeirs Jónssonar, sem er að flytjast til Reykjavíkur, var kosinn séra Marínó Kristinsson. 1 sambandi við fundinn messuðu félagsmenn á ýmsum stöðum eystra. Kirkjuvígslur. Eins og kunnugt er af blöðum, hefur biskup Is' iands vígt allmargar kirkjur í sumar, og er ekki rúm i ritinu að geta þess ítarlega. Hins er skylt að minnast, að sennilega hefur aldrei á svo skömmum tíma verið iagt fram jafn mikið fé til bygB' ingar og skreytingar kirkna og .nú er gert af hálfu safnaða, ríkis og einstaklinga. Séra SigurÖur M. Pétursson á Breiðabólsstað á Skógarströnd varð bráðkvaddur í Reykjavík snemma i þessum mánuði. Verður hans minnzt nánar síðar.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.