Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 7
KIRKJURITID
341
endurna. Kosning skal fram fara leynilega. Og sá, sem hlýtur
rneiri hluta greiddra atkvæða, fær veitingu fyrir kallinu, en
nái enginn þeim atkvæðafjölda, er stjórnin ekki beinlínis bund-
an af atkvæðagreiðslunni og leitar þá tillagna biskups.
Lög þessi eru svo endurskoðuð 1915 og segir þar í 17. gr.:
Hafi helmingur kjósenda í kallinu greitt atkvæði og fái einhver
umsækjandi meiri hluta greiddra atkvæða, er hann kjörinn
prestur og fær veitingabréf ráðherra fyrir kallinu. Annars er
stjórnin ekki bundin af atkvæðagreiðslunni. Nú er aðeins einn
umsækjandi, og þarf kosning samt að fara fram, kjósendur,
sem honum vilja hafna, skila auðum seðli.
III.
Segja má, að setning prestkosningalaagnna 1907 hafi verið
gerð samkvæmt eðlilegri þróun þess lýðræðisanda, sem mjög
lét á sér bæra um þetta leyti. Samt verður ekki séð, að nein
veruleg krafa um þetta komi frá safnaðar- né héraðsfundum.
Það eru engu síður prestarnir sjálfir, sem hafa hér forgöngu
um. Ýmis rök hnigu að setningu laganna.
Allmikil ólga er í hugum manna um og fyrir aldamót. Séra
Jón Bjarnason hefur upp spámannlega raust vestur á sléttum
Hanada og ræðst með miklum krafti á deyfðina í íslenzku
kirkjulífi. Þar vestra hefur göngu sína fyrsta íslenzka trúmála-
Htið, nokkru fyrr en Kirkjublaðið ýtir hér úr vör. Fregnir ber-
ast af fjörmiklu kirkju- og safnaðarlífi meðal íslendinga vest-
an hafs og þakka sumir það íhlutun safnaðanna um stjórn
sinna mála meir en hér.
Fríkirkjuhreyfing hefst hér undir forystu séra Lárusar Hall-
dórssonar, og mun þar kenna áhrifa frá svila hans, séra Jóni
Hjarnasyni. Og tímaritið Fríkirkjan tekur að koma út, skrifuð
af miklum eldmóði og krafti. Ráðizt er þar óhikað að virkjum
þjóðkirkjunnar og fyrirkomulag hennar um margt gagnrýnt.
Eina grein sína endar séra Lárus á þessa leið, en hún er
svar við ádrepu frá séra Jóni Helgasyni dósent í „Verði ljós“:
Mér flaug í hug gömul latnesk setning, hún er á þessa leið:
nGæsir eru aldar á Kapitolinu á alþjóðlegan kostnað. Dósent-
inn er ein slík gæs hins opinbera, sem finnur sér skylt að hefja
kvak mikið, hvenær sem ráðizt er að virkjum þjóðkirkjunnar.
~~ En sá kemur tíminn, að gæsakvakið frelsar ekki virkin.“