Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 343 dæmt eftir prédikunum. Og það er við mönnum ýtt, þ. e. áróð- ur á sér stað, studdur miklu kappi. Ári síðar er fyrsta prestkosning í Reykjavík eftir nýju lög- unum, og voru umsækjendur tíu. Á kjörskrá voru 3470 kjós- endur. Kosning snerist aðallega um þrjá, þá Harald Níelsson, síðar prófessor, séra Bjarna Hjaltested og Bjarna Jónsson cand. theol. Þátt tóku í kosningunni 866 eða tæpur hluti. Kosinn var Haraldur Níelsson með 439 atkv. Séra Bjarni Hjaltested fékk 200, en kandídat Bjarni 106. Það, sem undrun vekur í sambandi við þessa kosningu, er það fyrst, hversu fáir nota kosningarrétt sinn eða aðeins fjórði hver maður. % hlutar allra kosningarbærra manna láta sér á sama standa, hver umsækjandi hlýtur embættið, telja þá kann- ske alla jafn álitlega. Gat það dulizt mönnum, að þarna eru þó menn á ferð, sem áttu eftir að marka dýpri spor í kirkjulegu tilliti en flestir samferðamenn þeirra? Spyrja má, til hvers hefur svona fólk hlotið kosningarrétt ? Tveimur árum síðar eða svo er á ný kosning í sama kalli. há sækja sex, tveir þeir sömu aftur. Aðeins Vá hluti neytir þá kosningarréttar síns eða lítið eitt fleiri en áður. Yngsti um- sækjandinn, Bjarni Jónsson cand. theol., fékk flest atkvæði eða 489. Kosning ólögmæt. Brauðið veitt kandídat Bjarna. Málgögn kirkjunnar önnur en Nýtt kirkjubl. eru yfirleitt fá- °rð um prestskosningar. Prestafélagsritið t. d. minnist varla á Þær, ekki heldur Kirkjuritið. Varhugavert er að álykta sem svo, að ritstjórarnir séu ánægðir með allt það, sem gerðist í sambandi við þær. Drepið hefur verið á litla þátttöku í kosningum Reykjavík- hrsafnaðar og svipað mun það hafa verið um þetta leyti víða Ulh land. Smátt og smátt fer þátttakan vaxandi. Ástæðan mun ekki hafa verið trúarlegs eðlis, heldur nýtt viðhorf á sviði þjóðmála. V. Eftir 1918 fer fólk á landi hér að skipa sér í stjórnmála- flokka eftir stéttum og viðhorfum í innanlandsmálum. Átökin verða strax hörð og þegar komið er fram um 1930 eru flokka- herfin fullmótuð í höfuðdráttum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.