Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 13

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 13
KIRKJURITIÐ 347 Tryggja þyrfti betur með nýrri löggjöf en nú er, að söfnuðir gætu losnað við prest, sem ekki er að þeirra skapi. Það er hið mesta mein og niðurdrep fyrir allt safnaðarlíf, ef djúp stað- festist milli prests og sóknarbarna hans. Þrátt fyrir núgildandi lög um algert valfrelsi safnaða, getur það átt sér stað, að kos- inn er sá, sem sízt skyldi, og almenningur sér eftir á, að hann a bágt með að sætta sig við. Hefur þá verið til lítils barizt. Páll Þorleifsson. Æskan og Skálholt. Ein hugsjón hefur komið fram í sambandi við Skálholt, sem eg vildi vekja athygli á með þessum orðum. Það eru sumar- búðir og skóli í Skálholti. Mál þetta var rætt á prestastefnu fyrir nokkru og fékk góð- ar undirtektir. Tímar hafa leitt í ljós, að hin kirkjulega sum- arbúðastarfsemi er mjög þýðingarmikil og á vinsældum að fagna. Þegar mun vera hafinn undirbúningur að sumarbúðum í Skálholti. Sú var tíðin, að hið forna biskupssetur var mikilvægur stað- kirkju vorrar. Svo þarf að verða enn. Margt kemur til greina 1 sambandi við þá endurreisn. Þar á meðal má óhikað telja, að Sefa æskunni kost á að dvelja þar á námskeiðum á líkan hátt °g nú á sér stað á Löngumýri í Skagafirði. Æskulýður höfuð- borgarinnar myndi ekki aðeins finna köllun hjá sér til þess að ‘fveljast þar, heldur einnig ungt fólk utan af landi. Hér myndi Skálholt þjóna ætlunarverki sínu í samræmi við Þarfir nútímans, — en það verk er að móta hina uppvaxandi bynslóð þjóölega, trúarlega og kirkjulega. Þó að hver flokkur ^veldist ekki nema stuttan tíma, geta áhrifin orðið sterk og Varanleg í þessa átt. Hér er verk að vinna. Monandi verður þess ekki langt að bíða, að unga fólkinu Sefist kostur á að koma í hópum heim í Skálholt. Fátt mundi f°reldrum kærara en að vita af unglingunum þar undir góðri stJórn, hollum aga og við iðkun trúar og fagurra dyggða. Látum þessa hugsjón rætast til heilla fyrir kirkju vora og fósturland. Pétur Sigurgeirsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.