Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 8
342 KIRKJURITIÐ Einn liður í því að koma til móts við fólkið, fá því meiri yfir- ráð yfir málum sínum, og þá um leið að styrkja og treysta þær stoðir, sem kirkjan er reist á, er meðal annars hin nýju prest- kosningalög. í nefnd þeirri, sem undirbjó lögin, eru margir kunnir kirkj- unnar menn. Einn lögfræðingur var í nefndinni, Lárus H. Bjarnason. Hann flutti einn sérfrumvarp á sama þingi um af- nám biskupsembættisins. Það var fellt. Má þar ef til vill sjá, hvert menn töldu strauminn liggja, þ. e. til algerra yfirráða al- mennings um öll sín kirkjulegu mál. IV. Síðan lög þessi fyrst voru sett, eru liðnir rúmlega fimm tug- ir ára. Allir núlifandi prestar hafa hlotið embætti samkvæmt reglum þeirra, söfnuðir haft óskoraðan rétt til þess að kjósa sér sóknarprest og hafna öðrum, eftir frjálsum, lýðræðislegum aðferðum. Ærin reynd ætti nú að vera komin á lög þessi. Menn ættu nokkurn veginn að vita, hvort þeir teldu þau þýðingarmikil eða viðsjál á einhvern hátt. Að ræða um einstakar kosningar á þessum árum, getur ver- ið viðkvæmt mál, enda ekki til margt skjalfastra heimilda um þær í blöðum eða tímaritum. Séra Þórhallur Bjarnarson ræðir þó um nokkrar kosningar í Nýju kirkjubl. á sinn fáorða og skemmtilega hátt og telur fram kosti og galla, sem fram hafi komið. Hann minnist t. d. á fyrstu prestkosninguna eftir nýju lögunum, en hún fór fram í Reykholti, og segir hann á þessa leið: „Umsækjendur voru fjórir. Kosningin var sögulegur viðburð- ur, þar sem þetta er fyrsta kosningin. Samtök voru nokkur og ýtt hafði verið við mönnum, því allvel sótt. Allir voru umsækj- endur við. Einn umsækjanda kom þá fyrst, er gengið var til kirkju og var eigi viðlátinn að prédika. Svo hermt, að eigi hafi það neitt raskað atkvæðum, prédikanir eða prédikunarleysið, atkvæði áður ráðin, sem við þingkosningu. Sá kosinn, sem ekki prédikaði.“ Fleiri eru þau ekki orð ritstjórans, en segja þó allmikið. Þarna kemur þegar fram sumt það, sem lætur á sér bæra síðar við slíkar kosningar. Það er t. d. ekki alltaf svo mjög

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.