Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 14
PÍStlCQ. Vaxandi vandamál. Samkvæmt opinberum skýrslum eru nú talsvert meira en helmingi fleiri afbrotamenn í fangelsum og á betrunarhælum í Bretlandi heldur en var fyrir síðustu styrjöld. Líku máli gegnir í fjöldamörgum öðrum löndum. Og það allra ískyggilegasta er, að hlutfallstala unglinga í þessum hópi er miklu hærri en áður og fer sívaxandi. Drykkjuskapur, lauslæti, skemmdarfýsn, þjófnaður og fleiri lestir virðast víða hafa hertekið ótrúlega margt æskufólk. Bein spillingaralda af því tagi fer yfir löndin og rís æ hærra. Fá vandamál eru nú oftar rædd, en örugg lækn- isráð ófundin, eða að minnsta kosti hefur enn ekki tekizt að láta þau koma að því haldi, sem þyrfti að vera. Innanríkisráðherra Breta, R. A. Butler, hefur nýlega ritað grein um þessi mál í C.E.N. Hann byrjar mál sitt með því að vitna í þau ummæli Bacons, að „velgengnin leiði bezt lestina i ljós, en erfiðleikarnir dyggðina". Hafi þetta sannazt á stríðs- og eftirstríðsárunum. Óneitanlegt sé, að afbrotin fari hraðvax- andi á síðustu árum, þótt menntun, þægindi og almenn vel- megun hafi aldrei verið meiri en nú. Þetta sé þeim mun um- hugsunarverðara og vandasamara, sem þær aðstæður, sem fyrr voru taldar höfuðstíur glæpa og lasta, hafi mjög breytzt til hins betra. Fátæktin að miklu leyti úr sögunni og þrældómurim1’ en á hinu leytinu margföld fræðsla um, hversu tómstundunum verði bezt varið. Sjálfur kveðst ráðherrann ekki treysta sér til að rekja málið til rótar, en ræðir í meginefni greinarinnar um- bætur á refsilöggjöfinni og réttarfarinu, sem ýmist hefur ver- ið komið á eða eru á prjónunum þar í landi. Hann víkur og því, að tilgangur refsilaganna sé að styðja og vernda siðgæðiS' vitund þjóðarinnar almennt og miða einnig að því að leiða af- brotamennina úr villu síns vegar og gera þá að nýtum þjóð'

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.