Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 38
372 KIRKJURITIÐ efalaust bundið vinfengi sitt á Hólum, ef til vill verið skóla- bræður. Lenti hann árið 1464 í harki nokkru við prófast sinn, séra Jón Pálsson Maríuskáld á Grenjaðarstöðum, er hann vildi lesa dóm Ólafs biskups út af Valþjófsstöðum í Gnúpasveit yfir Þórunni Finnbogadóttur, fylgikonu prófasts. Segir hann, að prófasturinn hafi hrakið sig og blótað sér af fullri heift þar á hlaðinu á Grenjaðarstöðum. Hann hafi síðan látið hrifsa af sér bréfið og rífa það sundur. Hefur þetta sennilega orðið til þess, að séra Ólafur hafði þetta sama ár brauðaskipti við séra Magn- ús á Bægisá. Magnús Ásgrímsson. Hann hefur annaðhvort verið beinn af- komandi eða í ætt við séra Ásgrím Guðbjartsson á Bægisá, sem andaðist 1399, forföður Svalbarðsættarinnar síðari. Hann var prestur á Húsavík nær því um 20 ára skeið, en var síðan á Kvíabekk og Hrafnagili og lifði fram um 1490. Hallur Ámason verður prestur á Húsavík um 1475. Hann var fæddur um 1411, hafði áður verið prestur að Saurbæ í Eyja- firði, Skinnastöðum og Sauðanesi. Var prestur á Húsavík að minnsta kosti til 1486 og lifði fram yfir 1494. Hann var um- boðsmaður Hólakirkju og virðist hafa verið atkvæðamaður og getað valið úr prestaköllum. Líklega hefur verið prestslaust á Húsavik nokkur ár eftir að Hallur lét af störfum, því að sá furðulegi atburður gerðist laust eftir 1490, að Þorsteinn nokkur Þorleifsson, líklega sá, sem ver- ið hafði langa hríð umboðsmaður Hóladómkirkju, fremur en Þorsteinn sonur Þorleifs Björnssonar hirðstjóra, rændi kirkj- unnar góssi í stórum stíl. Gekk um þetta mál seytján klerka dómur hinn 17. apríl 1493 í Viðvík, þar sem Ólafur biskup Rögn- valdsson kærði til greinds Þorsteins, að hann hefði „sett sig inn í kirkjunnar eign, gripið og tekið að sér staðinn í Húsavík og hans peninga alla á sitt vald, lausa og fasta, kvika og dauða, utan biskupsins vilja og skipan“ og flutt á brottu. Einnig hefði hann haft sér til nytja jarðimar Brekku, Víkingsstaði og Holta- kot í Grenjaðarstaðasókn utan biskupsins bygging, uppá mörg ár. Var Þorsteinn dæmdur til að vera fallinn í bann og skyld- ugur að taka skrift og lausn af biskupinum, en gjalda honum og Húsavíkurkirkju of fjár. Varð hann að gjalda Ólafi biskupi jarðirnar Presthvamm í Grenjaðarstaðasókn og Tungu á Tjör- nesi og þar til 15 hundruð í öðrum þarflegum peningum, en

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.