Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 48
382
KIRKJURITIÐ
vel öldum saman, hafa nú verið vakin upp að nýju, t. d. Holti,
Hreimur, Auðólfur, Eir, Yrsa o. s. frv. Til eru og ný nöfn, sem
virðast fara vel, svo sem Hlíð.
Aðalefni bókarinnar er skrá yfir íslenzk nöfn, forn og ný,
og skýringar þeirra. Þótt hún sé alls ekki tæmandi, eins og
höf. játar, er að henni hinn mesti fengur, sem og skýringum
nafnanna, og hefur hún þær m. a. fram yfir mannanafnaskrána
frá 1910.
Sjálfsagt taka prestar bók þessari fegins hendi og fjölmörg-
um mun hún verða bæði til gagns og gamans.
Árbok for den norske kirke 1960 redigeret af sokneprest Bjarne
O. Weider, er nýkomin. Fjölbreytt og skemmtileg að vanda.
Hefst á grein, sem nefnist: Prestedömme—presteembete eftir
H. K. Martinussen biskup í Stafangri. Næst er vita H. E. Wis-
löfs, hins nýja biskups í Suður-Hálogalandi. Þá Ett ár av kir-
kens liv, gagnmerk ritgerð eftir ritstjórann. Ágæt er minning-
argrein Bjarne Skards biskups um hinn mikla kirkjuhöfðingja
Eivind Berggrav. Enn vil ég sérstaklega nefna greinarnar:
Folkeflyttingen og Guds rike og Mannen i menigheten. Þær
fjalla um brennandi dagskrármál, þar sem hér. — Þetta er
bók, sem borgar sig að kaupa og lesa.
Fjalliö heilaga. Svo nefnist tímarit, sem séra Halldór Kol-
beins í Vestmannaeyjum gefur út. Birtir það fyrst og fremst
ræður eftir hina og þessa presta auk útgefanda. Einnig sálma
og ávörp. Hvert hefti er ein örk. Kirkjuritinu hefur aðeins bor-
izt eitt eintak — 6. blað —, jólahefti síðasta árs. I því er jóla-
ræða eftir Ásmund biskup Guðmundsson. Tveir sálmar o£
fleira eftir séra Halldór.
Þessi útgáfustarfsemi lýsir miklum áhuga og atorku, og ber
vissulega að fagna henni og meta hana að verðleikum.
Æskulýösblaöiö, nýtt hefti'/ ar fallegt og fjölbreytt að vanda
og nær vonandi síaukinni útbreiðslu.
G.Á.