Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 43
KIRKJUIUTIÐ 377 fleira til. Ég gekk einu sinni sem oftar í kirkju í Reykjavík, — eina hinna rúmbetri. — Ég kom fyrstur kirkjugesta og kaus mér sæti á aftasta bekk. Guðsþjónustan var borin uppi af virðu- legum presti, sem flutti fagra prédikun, þjálfuðum söngflokki og ágætum organleikara. Mín megin í kirkjunni sat kona með sitt ungmennið til hvorrar hliðar á áttunda bekk fyrir framan mig, Hinumegin sat einn maður á þriðja bekk aftan frá og þrjár konur, — mér virtust þar fara þrjár kynslóðir, — í fremsta bekknum. Er þá upptalið það, sem þátt tók í þeirri guðsþjón- ustu. Næst þegar ég var við messugerð, var ég í þessari kirkju. Svo kynlega vildi til, að hér var nákvæmlega sama tala við- staddra, þegar allt var talið. Þegar við, sem hér sátum, risum úr sætum okkar í messulok og sungum öll, sem eitthvað gát- um raulað, „Faðir andanna", þakkaði ég bljúgum huga, hve kirkjan okkar var lítil. Mér fannst ég skilja betur en mér hafði áður auðnazt, hina alþekktu bæn, þar sem Drottni er þakkað, að hann „hefur leyft mér að taka þátt í sameiginlegri guðs- þjónustu safnaðarins“. Mér fannst kirkjan, sem ég sagði ykkur frá, vera byggð yfir slíkt hyldýpi fátæktar, að mér hraus hug- ur við, enda vaknaði hjá mér spurningin: Getum við „tekið þátt í sameiginlegri guðsþjónustu safnaðarins” í slíku umhverfi, þótt fágað sé? Er ekki einmitt samhugur þeirra, er hana sækja, það, sem gefa henni mest gildi, — helga hana? Hversu tekst að skapa hann við slíkar aðstæður? Þessum spurningum mun ég ekki freista að svara hér. En ég held, að svar safnaðarins sé a. m. k. að nokkru fólgið í þrem fyrstu liðunum, sem ég var að freista að leggja hér fram. En hvert þróun þjóðlífsins kann að bera byggð okkar, er trauðla á færi okkar að fullyrða. Þar úíður lokasvarið reynslunnar. Við megum ekki missa sjónar á því, að húsið sem slíkt er ekki hið eina, sem um er að ræða í þessu efni, og er þó fjarri ^ér að líta það smáum augum. Það er kristindómurinn í hug °g hjarta kynslóðanna, sem allt veltur á. Og þekkið þið aðra stoínun vænlegri til að rækta hann og vernda en kirkjuna? Eða þurfum við hann ekki? Þarf ekki enn að hreinsa til, — jafnvel í musterinu? Er þeirra ekki enn þörf, er brestur ekki újörfung til að halda hlífiskildi yfir þeim, sem grýttir eru vegna e*gin undansláttar eða fyrir spillt umhverfi, nema hvort tveggja sé? Er okkur aidrei þess styrks vant, sem traustið eitt á æðri

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.