Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 4
Erfðcrskrá Dibeliusar biskups.
í Kirkjuritinu 1954, bls. 202—216, er ágæt grein eftir dr.
Magnús Jónsson prófessor um Otto Dibelius, biskup í Berlin,
forseta Evangelisku kirkjunnar í Þýzkalandi. Er hann með
fyllsta rétti nefndur „höfuðkempa" hennar.
Nú er Dibelius biskup áttræður orðinn og lætur af stjórn
þýzku kirkjunnar. Hefur hann því ritað erfðaskrá sína, er hann
nefnir svo. Fer hún hér á eftir í lauslegri þýðingu:
Ég hef lifað fyrir kirkju mína. Ég trú því og játa það, að
þessi sýnilega kirkja, sem ég er skírður til og prestsvígður, sé
heilaga, almenna kristilega kirkjan, sem Guð hefur viljað, að
ég skyldi lifa og starfa í og játa trú mína. Kærleiki minn til
þessarar kirkju skal verða mér samferða, þegar ég stíg yfir 1
eilífðina.
Ég þekki vel kirkju mína, ríkulegar gjafir hennar, sem ég hef
einnig fengið hlutdeild i, og fátækt hennar, sem oft hefur bak-
að mér kvöl. Ég er þó sannfærður um það, að Jesús hefur ekki
útskúfað þessari kirkju sinni. Það er trú mín, að hann hafi út-
valið hana til þess að bera fram skýran vitnisburð um náð hans
og sannleika einmitt þar sem andstæðurnar eru mestar milli
tveggja gjörólíkra lífsskoðana. Þannig hefur hann falið þýzku
kirkjunni hið æðsta hlutverk, og hann bregzt henni ekki, er
hún leitast við að framkvæma það.
Ég bið þá, sem verða eftirmenn mínir, að muna þetta hlut-
verk og reyna aldrei að verða neitt annað en kirkja hans, sem
var krossfestur vor vegna og reis aftur upp frá dauðum. Ver
verðum að halda fast við Barmen-boðskapinn, sem vér sam-
þykktum allir fagnandi 1934: „Jesús Kristur, eins og Heilög
ritning lýsir honum, er Guðs orðið eina, sem vér skulum hlusta
á og treysta í lífi og dauða og jafnan hlýða. Þetta — og ekkert
annað — er markmið kirkjunnar.