Kirkjuritið - 01.08.1960, Blaðsíða 35
KIRKJURITIÐ
369
skipið. Einnig greiddu bændur fiskitolla, fjórðung vættar þeir,
Sem þingfararkaupi áttu að svara, en þeir, er minna fé áttu,
fiskfjórðung.
Þá telst einnig í Auðunarmáldaga kirkjunni til eignar 10 kýr,
°g hljóta þær þá að hafa verið leigðar flestar, nema heytollar
hafi verið fram yfir lambseldin, en þá hafa álögur á hina fáu
sóknarbændur hlotið að hafa verið orðnar nokkuð þungar.
Sennilegra þykir mér þó, að kýrnar hafi verið leigðar með hjá-
ieigum frá prestssetrinu, sem taldar voru fjórar eða fimm á
hð Árna Magnússonar, en þó líklega ekki allar fornar. Þar er
nefnt Skógargerði, byggt í úthögum suður af staðnum, Naust,
byggt við lendingu, Þorvaldsstaðir, sem nefndir eru kirkjueign
snemma á öldum, Vilpa og Péturssel, sem byggt var á selstæði
staðarins við Botnsvatn. Sjálfsagt hefur þó ekki byggð haldizt
a þessum kotum nema öðru hverju vegna þess, hve lítið land
lá til þeirra og afkomumöguleikar voru því litlir.
Kirkjunni er þannig lýst, að hún hefur verið torfkirkja, tjöld-
U('1 öll innan, sæmilega búin að messuklæðum og bókum, og
ei'u þar með taldar átta bækur fram yfir venjulegar messu-
bækur, sem sennilega hafa verið einhverjar heilagra manna
sógur. Bendir það til, að prestar þeir, sem hér hafa setið, hafi
ekki verið iðjulausir með pennann.
Enn fremur eru kirkjunni taldar þessar eignir: Þrjár klukk-
Ur og f jórir krossar smelltir, ein messingarstika og tvær járn-
stikur, tvær mundlaugar og kirkjusár, messuklæðakista og
skrin, sennilega undir helga dóma, Maríulíkneski og Magnúsar-
kkneski sæmilegt. Yfir öðru þessu líkneski, og þá sennilega
yfir Magnúsi, verndardýrlingi kirkjunnar, var veigaður (þ. e.
Vlrofinn) dúkur.
tecum.
Enn er getið um pax-blað með kirkjugripum, en um notkun
þess er þetta að segja.
Sú var venja í kaþólskum messum, þegar búið var að brjóta
brauðið og hafa yfir Agnus dei, að þá gaf prestur pax sem
kallað var, en það fór þannig fram, að prestur og djákni kysst-
Ust fyrir altarinu og sögðu: Pax tecum: Friður sé með þér.
^íðar kyssti messudjákn subdjákn, ef hann var viðstaddur, og
Pannig hver annan eftir mannvirðingum. Skyldi síðan „hver
24