Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.05.1964, Blaðsíða 4
194 K I RKJ IJI! I T1 n alls staðar viði angum. Kvikmyndir og sjónvarp opna þeim, sem vilja, nýja lieima. Þessi hrærigrautur ósamkynja efnis hlýtur að orka mjög truflandi á hugi uppvaxandi æskufólks, sem leitar að lífsmarki: einhverri meginstefnu í hinni villigjörnu veröld. Ennfremur er mála sannast að menningarvitar nútímans — rithöfundar, leikskáld, ljóðskáld, gagnrýnendur og umsagnar- rnenn blaða, útvarps og sjónvarps — hneigjast nú mjög til nið- urrifs og umbyltinga. Það skortir sízt harðar aðfinnslur varð- andi það, sem oss er áfátt og er það ekki lastandi. En liins veg- ar er áberandi skortur á lýsandi hugsjónum, uppörfunum og augljósum markmiðum, sem vert sé að stefna að. Án skýrra markmiða eða brennandi áliuga, verða bæði metnaðarkapp og hvers konar strit að pokahlaupi í stað ánægjulegrar skyldu- kvaðar. Almennu skólunum veitist æ lorveldar að leysa þessi vanda- mál sakir þess að sí meiri tími fer í undirbúning prófanna. Og eins er erfiðleikum bundið fyrir kirkjuna að gera það með sín- um venjidega hætti, því að hversdagsleg starfsemi hennar og helgiþjónusta beinist að hinum fullorðnu, og þeim einum þeirra á meðal, sem skilning liafa á þeirri þjónustu. Málefni og verka- hringur ungra starfs- og skrifstofumanna bera ekki oft á góma í prédikunarstólunum. Þess vegna verður að grípa til annarra ráða, og því koma, æskulýðsstarfsemin, áhugamannafélög, sérskólar og náms- og æfingaskeið, svo sem í Hollowford, hér til sögunnar. Mér er það sérstakt ánægjuefni að margar þessar stofnanir eiga hér sína fulltrúa. Allar stefna þær að líku marki eflir mismunandi leið- um, sakir fjölbreytni fólksins. Fyrst af öllu leitast þær við að skapa mönnum það sjálfs- traust, sem vaknar við sigur á miklum erfiðleikum og að kom- ast að torsóttu marki. Þetta er einkum nauðsynlegt, þegar þeir menn eiga lilut að máli, sem sakir ónógs sjálfstrausts liafa helzt úr lestinni á námsbrautinni. öllum, sem þessum málum eru kunnugir, mun Ijóst, hversu vaknandi sjálfstraust á einhverju sviði, hreiðist út til annarra sviða. Vel getur til dæmis svo farið að sá, sem skarar fram úr i fjallgöngu, sæki sig líka í lífeðlisnámi. I öðru lagi er þess freistað að þroska skapgerðina. Þetta læt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.