Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 14

Kirkjuritið - 01.05.1964, Síða 14
204 KIRKJURITIÐ málið, sem liggur lionum til grundvallar og hið raunverulega góða er fólgið í liugarfarinu, árangurinn skiptir ekki máli. And- stætt skilyrðisboðum getur þetta boð kallazt algert í eiginlegri merkingu. Það er liagnýtt lögmál. Og nú kemst Kant að þeirri niðurstöðu, að orðun boðsins sé fólgin í bugtaki þess og segir: — Ef ég bugsa mér skilyrðislaust boð, veit ég samstundis livað það felur í sér. Boðið felur í sér lög- málið, og auk þess nauðsyn þess, að hin liuglæga regla breytn- innar /maxíminn/ sé í samhljóðan við lögmálið. Skilyrðislausa boðið er því aðeins eitt og liljóðar þannig: Breyttu ætíð sam- kvæmt þeirri huglægu reglu, sem þú vilt, að verði að almennu lögmáli. Ef öll skylduboð leiða af þessu eina boði, sem liggur þeim til grundvallar, telur Kant, að við getum gert okkur grein fyrir, bvað við eigum við með hugtakinu skylda. Þar sem gildi lög- málsins getur kallazt eðli Jiess í víðri merkingu, er einnig liægt að orða skylduboðið skilyrðislausa á eftirfarandi liátt: Breyttu eins og liuglæg regla breytni þinnar yrði að almennum náttúru- lögmálum fyrir tilstuðlan vilja þíns. Þegar Kant liefur orðað skilyrðislausa skylduboðið gerir hann tilraun til að sanna tilveru jiess að óreyndu /apriori/.1 Og ]>að sem bann tekur sér fyrir hendur að sanna, er, að til sé bagnýtt lögmál, sem býður skilyrðislaust, og að blýðni við þetta lögmál sé skylda. Fyrst varpar liann fram jjeirri spurningu, livort liverri skyni gæddri veru sé nauðsynlegt að dæma verk sín ætíð eftir liuglæg- um reglum, sem jiær vilji sjálfar, að verði að almennum lögmál- um. Til svars við |>essu leitar Kant til djúpspekinnar, enda jiótt liann bafi áður liafnað benni í orði. Fyrst setur hann fram nokkrar fullyrðingar: 1. Viljinn er liugsaður sem bæfileiki að ákveða breytnina samkvæmt vissum lögmálum, og Jtessi bæfileiki er aðeins til staðar lijá skyni gæddum verum. 2. Takmarkið leiðbeinir viljanum til sjálfsákvörðunar. 3. Afstæð takmörk þjóna aðeins skilyrtum, hypotetiskum, boðum. 1 apriori: aft' óreyndu, hyggist á umhugsun og hugsýn eingöngu.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.