Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 15

Kirkjuritið - 01.05.1964, Side 15
KIRKJURITIÐ 205 4. Maðurinn, og yfirleitt liver skyni gædd vera, er takmark í sjálfu sér, og öll skyni gædd náttúra er takmark í sjálfu sér. Eftir þessum fullyrðingum myndar Kant nú æðsta liagnýta reglu, sem er skilyrðislaust boð með tilliti til mannlegs vilja. Þessi regla er þannig: — Yirtu mennsku sjálfs þín og annarra setíð sem takmark, en ekki sem meðal. Mennskan, sem talað er urn í þessari reglu, er hugsuð sem huglægt takmark. Það er óliáð' því, sem hver einstaklingur keppir að, en er æðsta takmörkunar- skilyrði alls annars og á þannig upptök sín í lireinni skynsem- inni. Af þessu leiðir nú, að áliti Kants, hugmyndin, að vilji hverrar skyni gæddrar veru myndi og setji fram almenn lögmál. 1 þess- ;»'i hugmynd sér Kant sérstætt einkenni skilyrðislausa boðsins. Þau lögmál, sem viljinn grundvallar þannig, liljóta auðvitað að vera í samhljóðan við heilbrigða, liagnýta skynsemi, enda skil- greinir Kant þetta frelsi viljans nánar á þessa leið: „Hvað er þá frelsi viljans, ef ekki autonomi, þ. e. a. s. eiginleiki viljans, að setja sjálfum sér lög? .... Þannig eru frjáls vilji og vilji, sem lýtur siðalögmálum, eitt og sama“. Sem meðlimur í skynheiminum er liver skyni gædd vera háð náttúrulögmálum, en sem meðlimur í skynsemiheiminum er sania vera háð lögmálum, sem grundvallast af skynseminni einni óliáð náttúrlegum heimi. I lokaorðum um sönnun á tilveru skilyrðislausa skylduboðsins segir Kant: „Og þannig eru skilyrðislaus hoð möguleg þess vegna, að hugmyndin um frelsi gerir mig meðlim í skynsemi- heimi, og þar ættu allar gerðir mínar að vera í samhljóðan við autonomi viljans. En meðan ég lít einnig á mig sem meðlim í shynheiminum, skulu þær vera það og þetta skilyrðislausa «skulu“ myndar syntetiskt2 boð apriori . .. .“ Q.e.d. syntetiskt boð': boð, seni ekki er uppgötvað’ eftir rökfræðileguin leiðuni, en er satt og rétt eigi að síður. /skilgreining Kants/. Heimspekin knésetur auðveldlega hið illa í fortíð og framtíð, en hið illa 1 nútíðinni hrósar hins vegar sigri yfir henni. — La Rochejoucauld.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.