Kirkjuritið - 01.05.1964, Page 50
INNLENDAR
F R É T T I R
HátíSamessa var Iialdin í Kópa-
vogskirkju sunnudaginn 26. apríl s.
J. Fór Jiar fram vígsla á vönduðu
orgeli, sem sett hefur verið upp í
kirkjunni. Er það enskt. Frá Davies
and Son í Northampton. Yfimiaður
frá verksmiðjunni sá um uppsetn-
ingu.
Dr. Páll Isólfsson lék forspil og
eftirspil, ásamt sálmstilhrigði eftir
Bach. Biskup íslands flutti vígslu-
ávarj). Sóknarpresturinn, séra Gunn-
ar Arnason, prédikaði. Kirkjukór-
inn annaðist sönginn undir stjórn
Guðmundar Matthíassonar, organ-
ista. Liljukórinn söng fjögur lög.
Athöfnin þótti hin hátíðlegasta.
Kópavogskirkju hafa horizt marg-
ar gjafir í vetur, einkum í orgelsjóð.
Samþylckt hefur verið skipulagsskrá
fyrir MinningarsjóS Hildar Ólufs-
dóttur, sem fórst af slysförum 24.
janúar 1963. Stofnfé sjóðsins er rúm-
ar 65 þús. krónur. Höfuðstólinn má
lána til orgelkaupanna, en vöxtunum
skal verja að einhverju leyti lil ár-
legs hljónileikahalds í kirkjunni. —
Verður fé sjóðsins þannig alltaf í
fullum notum.
Hjónin Sveinn Jónsson og Guðrún
Jónsdóttir, Kópavogshraut 40, gáfu
húslóð, sem seld var til styrktar
orgelsjóði, á 40 þús. krónur. Vanda-
menn Þorgeirs Sigurðssonar, Kárs-
neshraut, gáfu 6 þúsund króna minn-
ingargjöf um hann.
Hjónin á Snælandi, Guðný Péturs-
dóttir og Sveinn Ólafsson, gáfu 5
þús. kr. til minningar um Runólf
Pétursson, útgerðarmann. Lyon-
klúbbur Kópavogs gaf og 10 þúsund
krónur í orgelsjóðinn nýlega. Marg-
ar fleiri gjafir liafa verið gefnar í
sama slcyni. Sýnir þetta og fleira sér-
stakan velvilja í garð kirkjunnar. —
Enn er þess vert að geta að þau
hjónin Þorgerður Hermannsdóttir
og Oddur Kristjánsson, gáfu ásamt
Helga Guðmundssyni, kirkjunni
fagra eftirmynd af Kristslíkneski
Thorvaldsens til minningar um Guð-
mund son sinn, er lézt í vetur.
. .Sunnudaginn 15. marz gekkst
Æskulýðsfélag Eskifjarðarkirkju
fyrir dagskrá lil minningar um séra
Hallgrím Pétursson. Höfðu meðlini-
ir æskulýðsfélagsins undirbúið dag-
skrána í samráði við sóknarprestinn,
en sjálfir önnuðust þeir flutning aU'
an, neina söng.
Formaður félagsins, Magnús Jóna-
lansson, flutti erindi um séra Hall-
grím. Páll Kristjénsson, flutti kynn-
ingu á yerkum lians og inn í Þa
kynningu var fléttað upplestri a
verkum séra Hallgrhns í bundnu og
óbundnu máli. Þessir lásu: Hrefna
Tuliníus, Guðrún Björg Eiríksdóttir,
Sólveig Kristmannsdóttir, Kolbrún
Ingvarsdóttir og Alrún Kristmanns-
dóltir.
A milli upplestraratriða söng
kirkjukór Eskifjarðarkirkju undii
stjórn Hjalta Guðnasonar, sálma efl-
ir séra Hallgrím.
Var kynningu þessari mjög v<^
lekið og hún vel sótt. Kynningin
var flutt í kirkjunni í messulok.