Kirkjuritið - 01.12.1965, Síða 13

Kirkjuritið - 01.12.1965, Síða 13
Séra Túmas GuSmundsson: Þættir íír Svíþjóðarför Haustið 1964 dvaldi ég í Svíþjóð um þriggja mánaða skeið. Erindið var að kynnast sænsku kirkjulífi. Ferð minni var þannig liagað, að ég dvaldi nokkra daga til þrjár vikur á hverj- um stað. Var með prestunum við þeirra daglegu störf og fékk hjá þeim margháttaðan fróðleik um safnaðarstarfið. Náði ég þannig allgóðu yfirliti yfir sænskt safnaðarlíf, jafnt í stórborgum, sem í þorpum og sveitum. Ilér verður ekki sögð nein ferðasaga í eiginlegri merkingu, lieldur mun ég minnast á ýmis atriði, sem orðin eru fastmótuð í sænsku kirkjustarfi, en annað livort óþekkt eða á byrjunar- stigi hjá okkur Islendingum. Almennt yfirlit Ef litið er á kirkjulíf Svíþjóðar í lieild, eins og það kom mér fyrir sjónir, þá virðist mér mjög einkennandi hvað kirkjan er allsstaðar á verði. Smeygir inn sinni starfsemi, þar sem einhver smuga er fyrir hendi. Starfsemi, sem ýmis góðgerðafélög liafa á hendi hérlendis, er þar í liöndum kirkjunnar. Á þann hátt ná starfsmenn liennar, leikir og lærðir, sam- handi við fjölda fólks, sem ekki væru tök á ella. 1 gegnum margháttaða lijálpar- og menningarstarfsemi er fólk minnt á tilveru og boðskap kristinnar kirkju. Má þar nefna dæmi: 1 flestum skólum liefst liver kennslu- dagur með bænarstund. Víða er það föst venja, að prestur flytji bæn í byrjun íþróttakappleika. Algengt er, að mann- fundir af ýmsu tagi Iiefjist með hænarstund. 1 flestum söfnuð- um rekur kirkjan barnaheimili og leikskóla fyrir börn. Heim- ili og vinnustofur fyrir lamaða og fatlaða. Sjúkrahæli og elli-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.