Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 20
450
KlltKJ URITIÐ
Fyrir um ])at\ bil öld síft'an sátu nokkrir mciiii að spiluin á
lierragarði einum í Rússlandi. Einn þeirra var afi finnsk-
sænska rithöfundarins Hans Ruin, sem segir frá eftirfarandi
atviki.
Eins og geugur var lieppnin duttluiigafull þetta spilakvöld.
Gestgjafinn tapaði endalaust. Undir morguninn liafði hann
látið af liendi allt það fé, sem honuin var liandbært. Hann
vildi samt ekki gefasl upp og slá botninn í spilið. Nú hauð
hann fram unga þjónustustúlku, sem gengiö hafði um beina
þcssa nótt. Og enn sveik Iiikkan hann.
Síðan var húist lil brottfarar og kallað á eklana að koma
með sleðana að dyrunum. Þegar gestirnir voru að kveðja kom
lunkomulausa stúlkan lífstíðarambáttin með aleiguna,
ofurlítinn höggul, í hendinni fram í anddyrið. Reiðubúin að
fara með nýja eigandanum samkvæmt fyrirskipun. Vinnand-
inn andmælti. Hann liélt því fram að þetta næði ekki nokkurri
átt. Gestgjafinn gæti grcitt skuld sína við tækifæri á venju-
legan liátl, ekkert lægi á. En herragarðseigandinn lók það ekki
í mál. Endirinn varð sá að vinnandinn l'élst á að laka við
stúlkunni sem veði og láta Iiana fóstra son lians, sem lá í vöggu.
Sagan snerist þannig að jiessi stúlka gerði svo við hið nýja
heimili, að hvorki liún né nýju húsbændurnir máttu hugsa til
að slíta samvistum. Stóð þó tæpt að lijá því yrði komist, þegar
herragarðseigandinn lézt og allar útistandandi eignir dánar-
húsins voru innkallaðar. Gamall prestur hjargaði málinu með
]>ví að gefa upp að liann liefði jaröað Avdotju. En svo stóð á
að einmitt sömu dagana fannst ókennt konulík skammt utan
við þorpið rétt hjá þjóðveginum. Gaf presturinn því nafn og
lieimilisfang Avdotju í kirkjubókinni. Enn má þcss geta að
sunnudagsmorguninn 1861, sem yfirlýsing Alexanders 2. um
afnám ánauðarinnar var lesin upp af prédikunarstólunum,
hlustaði Avdolja á hana. Kom liiin henni á óvart og fyllti liana
örvæntingu. Nú ótlaðist hún að liún kæmist ekki hjá að fara
frá fjölskyldunni, sem hún uuni af heilum liug. En þau bönd
slitnuðu ekki fyrr en í dauðanum. Faðir Ruins minntist liennar
alltaf, sem ógleymanlegrar fóstru og taldi sig eiga lienni ómet-
anlega skuld að gjalda.
Þetta gerðist í Rússlandi.
önnur dæmi inætti taka þaðan nú, sem ekki væru heldur