Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 25

Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 25
KIRKJURITIÐ 455 lagt er á að framleiSa gereyðingarvopn á sama tíma og skellt er skollaeyrum við hungurveini liálfs mannkynsins. Sumir mikilhæfir menn óttast að vestræn menning sé í liættu sakir þeirrar stefnu, sem liér er vikið að. Engum þeirra kemur þó í hug að gera lítið úr raunvísindum eða vilja draga úr eflingu þeirra. En þá grunar að sálarlífið og liið svokallaða andlega svið sé engu óverulegri né ómerkari heimur en sá, sem vér liversdagslega liöfum mest fyrir augum' og oftast í liuga. Og því orðið aðkallandi að snúa sér meira að rannsókn hans, en gert hefur verið undanfarna áratugi. Það vefst heldur ekki fyrir neinum, sem þekkir sögu lið- inna alda, að ef réttlætiskenndin sljófgast og siðunum hrakar er vá fyrir dyrum. Því kem ég að síðara atriðinu. Þótt skólarnir eigi að allra dómi að búa menn undir að vinna að óteljandi verkefnum í þágu þjóðfélagsins, verður liöfuð ldutverk þeirra tæplega betur skýrt en með því að minna á það, sem Erlingur Skjálgsson taldi skyldu sína gagn- vart hjúum sínum: Að koma þeim öllum til nokkurs þroska. í því felst sá skilningur að hann hafi aukið manngildi þeirra. Einhvers staðar las ég, að í öllum kaðli, sem Englendingar gerðu til opinherrar þjónustu væri rauður þráður. Mundi ekki liinn rauði þráður manngildisins, sá, er beztur væri og lialdkvæmastur, af trúarlegri rót runninn og spunninn af siðrænum toga? Verði að svara því játandi, eins og eg ætla, er skylt að taka það nægilega til greina í skóla og uppeldismálum. Fordn imi Hinn nýji rektor Menntaskólans Einar Magnússon, setti skól- ann nú í dómkirkjunni. Auk hans töluðu þar fyrirverandi reklor Kristinn Ármannsson og sr. Jón Auðuns, dómprófast- ur. Vakti þetta athygli , mæltist vel fyrir. All lengi undanfarið hafa rektor og kennarar Mennlaskól- ans gengið með nemendum í kirkju áður en jólafríið hefst og hlýtt stuttri inessu að því tilefni. Gagnfræðaskólinn í Kópavogi og vera má fleiri skólar hafa einnig tekið upp þann sið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.