Kirkjuritið - 01.12.1965, Page 41
Allan Thybell:
Hilda
Hún er ekki mikil fyrir mann að sjá. Kengbogin og öll af sér
gengin. Andlitið rúnum rist, lirjúfar, margsprungnar liernl-
urnar ljóst þrældómsmerki. Augun aftur á móti. Þau eru svo
logandi, að þau skjóta gneistum. Góðleikinn, traustið og þakk-
látssemin geisla af þeim.
Ójá, þakklátssemin. Mundu menn láta sér til liugar koma,
livað hún segir, þetta gamla, bogna strá, sem sé þetta: Ég er
svo þakklát fyrir lífið. Það liefur veitt mér mikla hamingju
og auðævi.
Hamingju — því er ekki að leyna, að unnt er að rekast á
hana, þar sem sízt niætti ætla. En getur hún átt sér stað hér
Iijá þessari Iiröktu og marghrjáðu konu? Eða auðævin? Ég
virði fyrir mér lágreista stofukytruna, einu vistarveruna, sem
um er að ræða. Sami fátæktarstimpillinn er á öllu, sem séð
verður. Samt er ilmur af nýstroknum gluggatjöldunum. Og
það dylst ekki að það hefur verið farið nærgætnnm höndum
um snjáð húsgögnin.
Úti er sumarið í háhlóma -— prestakragar, riddarasporar,
morgunfrúr. Einsetukonan er mikill blómavinur. Og þessi
Fransískusarsystir lætnr sér annt um fuglana og iill smákvik-
indi.
En livernig getur hún látið sér um munn fara að hún sé
svo þakklát fyrir h'fið. Það eru þó þolraunir, þjáningar og
fátækt, sein liún hefur mest komizt í kynni við.
Það eru nú allmörg ár síðan, að hin fágæta saga þessarar
hlíðu og nægjusömu konu, var rakin í sænska útvarpinu á