Kirkjuritið - 01.12.1965, Síða 42

Kirkjuritið - 01.12.1965, Síða 42
472 KIRKJURITIÐ frostkölilu jólaföstukvöldi. Lars Madsen sagði liana. Margir kváðu upp úr með, að þeir myndu ekki merkilegri frásögu. Þjóðin öll að kalla sperrti upp augun og lagði við hlustirnar. Hvernig tókst manneskjunni að afbera annað eins. Hvernig i ósköpunum? ... Fjölmarga fýsti að sjá þessa liraustu og ]>ol- góðu lietju. Og það liófust nokkurs konar pílagrímsferðir til stofukytrunnar í Vikbogrenndinni. Hún var aðeins átta ára, þegar bún varð fyrir fyrsta stór- áfallinu. Hún var alin upp í fátœkt. Faðir hennar hokraði á sléttukoti. Þá var liart í ári og þröngt í búi. A leiðinni í skólann réðst mannýgur brútur á telpuna. Hann marði liana og kramdi, stórskaðaði liana á brjóstinu. Ilún lá rúmföst í beilt ár. Foreldrarnir voru of snauðir til að geta leit- að lienni lækningar. Það varð að sitja við það, sem orðið var. Fyrst eftir slysið, var stúlkan svo máttfarin að hún gat hvorki etið eða drukkið hjálparlaust. Síðar tók liryggurinn að bunga út. Ég varð krypplingur, segir liún. Upp frá því gat ég alilrei lilaupið eða leikið mér eins og hinir krakkarnir. Ég gat ekki annað en setið og horft á. Maður var eins og utan veltu við lífið, sjálfan lífsstrauminn. Það var afar þungbært í fyrstunni, en maður vandizt því fyrr en varði. Það var sjálfgefið að ég gat ekki verið eins og aðrir. Við því var ekkert að gera. Það var ekkert. Þaö gætir hvorki vangæzlu né sjálfsaumk- unar í rómi gömlu konunnar, sem situr andspænis mér og rifjar upp liðna tímann. Ekki minnstu beizkju. Hún skýrir aðeins frá staðreyndum. Síðar féll næsti brotsjórinn. Við liöfðum lítið til að kaupa fyrir Iieima, svo að ég varð að létta undir með útistörfin — eins vesæl og ég var. Einu sinni voruin við að aka heim beyi. Ég var sundurmöluð og ólagin, vita kraftalaus. Heygaffallinn snerist í Iiöndunum á mér og stakkst í magann á mér. Ég skadd- aðist innvortis. Það var ekki heldur unnt að vitja læknis í þetta skipti. Þegar að því kom síðar — að það liefði ef til vill verið mögu- legt — var það unt seinan. Svo dó pabbi. Þá bafði mamma verið veik í níu ár — legið

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.