Kirkjuritið - 01.12.1965, Side 49

Kirkjuritið - 01.12.1965, Side 49
KIKKJURITIÐ 479 MERKIR ÍSLENDINGAR Nýr flokknr, IV. b. liókjellsútgáfun H.F. — Rik. 1965. Prentsm. Oddi Séra Jón GuiVnason liefur séð um þctta bindi, sem hin fyrri, af mikl- um Iærdómi og prýði. Ilér eru eins og áður 12 ævisögur: Jóns Og- mundssonar, helga, Þormóðar Torfa- sonar, sagnaritara, Jónasar Hall- grínissonar, skálds, Odilgeirs Step- hensens, stjórnardeildarforseta, — Skúla Gíslasonar, prófasts, Gunn- ars Gunnarssonar, prófasts, Jóns Þorkelssonar, þjóðskjalavarðar, Þor- valdar Jakolissonar, prests (áður óprentuð), Jóns Helgasonar, hisk- ups, Guðmundar Hannessonar, próf., Þorsteins Gíslasonar, ritstjóra og Björns Bjarnasonar frá Viðfirði. Allar eiga þær erindi til lesenda sinna. Vcra má að æviágrip Guð- mundar Hannessonar, sem próf. Níels Hungal ritaði, þyki hvað skemmtilegast, enda ræðir það um einhvern fjölfróðasla mann, sem uppi hefur verið á Islandi, og ágæt- asta. Hins vegar munu flestir einna ófróðastir um Þormóð Torfason, er m. a. sat eitt sinn heilt ár í fangelsi í Sámsey, en síðar var gerður að sagnaritara Noregs. Því fróðlcgra er að kynnast þess- um mikilhæfu mönnum, að ævifer- ill þeirra var næsta ólíkur. Á allan liátt er liókin hin vand- aðasta. Sveinn Víkingur: BERNSKUÁRIN Kvöldvökuútgáfan, Akureyri 1965. Prentsmiðja Akraness. Heitið er einkar vel valið. Hér er ekki um samfellda né nákvæma ævisögu að ræða. En höfundur dregur upp skýrar og skemmtilegar myndir af þeim dögum hernskunn- ar, sem enn standa ljóslifaudi fyrir hugskotsaugum lians, segir frá mörgum hjörlum hernskustundum, cn einnig stöku sárum alhurðum, er liann her enn ör eftir. Séra Sveinn er stór snjall frá- sagnarmaður, orðfimur og málliag- ur, hráðglettiun, stöku sinnum dá- lítið háðskur. Flestir, sem aldir voru upp í sveit á fyrsta fjórðungi þcssarar aldar kannast vel við efnið og margir kaflarnir ryfja upp fyrir þeim svip- aðar minningar. En eins og gefur að skilja á séra Sveinn Iíka sínar eigin götur og sína sérstöku reynslu. Hann missir ungur háða foreldra sína og síðasta mynd hók- arinnar: Dinini þjóta ský, — en þar segir frá láti móðurinnar — snart mig mest. Þar er á svo látlaus- an en innilegan liált skýrt frá mikl- urn örlögum. Svo eittlivað sé fundið að, má henda á að nokkurra endurtekninga gætir sums staðar. Annars er frá- gangur góður. Eg hlakka til fram- haldsins.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.