Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Page 28

Kirkjuritið - 01.10.1966, Page 28
362 KIRKJURITIÐ samúð, kærleika og liöfðingsbrag miklum brugðust við til að liðsinna þeim lijónum og veita þeim fulltingi á þessuni mótgangs tímum. Vorið 1955 lét séra Eiríkur af prestsembætti. Fluttust þau hjónin þá að Laugarvatni og bjuggu um sig í eigin luísi. Leið þá eigi á löngu, unz lieimili þeirra fékk á sig fagran og aðlaðandi menningarblæ eins og hinir gömlu Torfastaðir liöfðu liaft. Þar sat geislandi góðvild og yljandi alúð á stóli, og varð enn mjög gestkvæmt á beimili þeirra. — Það féll einnig iðulega í blut séra Eiríks, eftir að þau lijón fluttust til Laugarvatns, að inna af hendi ýmsa prestsþjónustu, gifta, skíra börn, flytja messur í skólunum o. s. frv. Og þar var sannarlega eigi prédikað fyrir tómu húsi né tómlátum ábeyrendum. Séra Eiríkur átti alla ævi samfylgd æskunnar, vináttu hennar og virðmgu. Séra Eiríkur var árum saman stjórnskipaður prófdómari við Héraðsskólann að Laugarvatni. Þar kynntist ég mjög vel rétt- sýni hans og nákvæinu og sanngjörnu mati lians á úrlausnuin nemenda í íslenzku og fleiri greinum. Börn þeirra séra Eiríks Stefánssonar og frú Sigurlaugaf Erlendsdóttur voru: Þórarinn Stefán fæddur 29. júlí 1908, dáinn 23. febrúar 1926; Þorbjörg, kona Ásgríms Jónssonar garðyrkjustjóra að Laugarvatni, og eiga þau fjögur börn. Fósturbörn þeirra prestshjóna voru: Kristinn Jónsson frá Laug, fæddur 18 sept. 1903, dáinn 12. sept. 1924; Karl Jónsson Eiríks, kennari, fulltrúi bj á KÁ; og Gunnar Hansson Stepliensen, bílstjóri í Reykjavík. — En auk þess voru að Torfastöðum langan eða skamman tíma börn og unglingar til dvalar og oft' lega einnig til kennslu langtum fleiri en tölu verði á koniið- Sameiginlegt mun þeim það öllum að geyma göfgandi minn- ingar um dvöl sína á þessum sólríka stað og varanleg áhrif o? lioll frá þeim heimilisbrag, er þar ríkti. Hin síðari ár átti séra Eiríkur við lieyrnardeyfð og fylgikvill3 liennar að stríða. En eiginkona lians, Þorbjörg dóttir bans, maður liennar og börn þeirra veittu lionum af mikilli nærgætm og ástúð alla þá umönnun og aðhlynningu, sem unnt var að lata í té. — Séra Eiríkur andaðist í sjúkrahúsinu á Selfossi lunn 16. ágúst s. 1., átta dögum eftir að hann var flutur þangað sjúkur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.