Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Page 40

Kirkjuritið - 01.10.1966, Page 40
374 KIRKJURITIÐ úm úrbætur í þessum efnum og fylgja því eftir. Nú var leitað til Shaftesbury og lagt fast að honum a3 taka þetta aff sér, og af vissum áslæSiim varfli hann að svara beiðninni strax. Hann komst í vanda, sá ýms ljón á veginum og hvað þetta gæti kost- að liann sjálfan. Hann fékk umhugsunarfrest til næsta dags, fór lieim og leitaði Guðs í bæn um leiðsögn. Næst var svo að leita ráða lijá konunni, en á liana hefur ekkert verið minnst í þessu spjalli. Er ekki nema sanngjarnt að farið sé nokkrum orðum um þann viðburðinn í lífi þessa ágæta manns, sem ætti að vera einn allra merkasti, og að minnsta kosti skemmtilegasti, við- hurðurinn í lífi allra ungra mann. Við fáum svo svar konunnar á eftir. Vafalaust hafa ungar snótir lilið hýru auga til þessa glæsi- lega unga manns, en ekkert gerðist, fyrr en liann kom auga á hina réttu, en þar var fyrir vígi ekki auðunnið. Stúlkan var fegurðardís og mjög eftirsótt í samkvæmislífi Lundúnaborgar. Sjálegir biðlar sveimuðu í kringum liana og hún gat gengið i valið'. Foreldrar hennar voru efnaðir og valdamikið fólk, og tillieyrðu öðrum pólitískum flokki en Shafteshury og voru af ýmsum ástæðum fálát gagnvart lionum. En liann var ákveðinn, Emily Cowper, svo Iiét þessi glæsilega dama, skyldi verða kon- an lians. Hann sótti á þá staði, sem hann vissi að hún var fyrú" og loks vann liann trúnað og álit móður stúlkimnar og þá tók nú hjarta úngu stúlkunnar einnig að þiðna. Margir liöfðu undr- ast að luin skyldi geta staðizt hónorð þessa glæsilega unga manns. Þar kom líka að hann fékk að heyra af vörum hennai „Þá lielgustu samstöfu, er heimurinn á: Já, já, já, já, já.“ eins og segir í Æfintýrinu í Kvöldræðum Magnúsar Helgasonar. Þau giflust árið 1830, og í hárri elli sagfði Shaftesbury þessi yndislegu orð: „Áreiðanlega hefur enginn maður notið nieirl hamingju í hjúskaparlífi en ég.“ Þegar hann nú ráðfærði sig við konu sína um það, hvort hann ætti að taka að sér að flytja í þinginu frumvarpið ®n úrbætur á vinnukjörum kvenna, harna og unglinga í verksmiSj' unurn, þá svaraði hún: „Þú getur ekki brugðist fátæklingunum. Taktu málefm jieirra að þér og berðu það fram til sigurs.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.