Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 42

Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 42
376 kirkjuiíitij) sambandi við slys og harma, skyndileg mannslát og s júkdóma fyrirvinnu í stórum eða smáum stíl, að ógleymdum allslausum heimilum eiturlyfjaneitenda og drykkjusjúks fólks. Allt þetta kemur til athugunar og úrbóta hjá Líknarstarfs- nefnd sé hún starfandi í söfnuði. Og satt að segja vekur það furðu, að slíkt starf sé ekki unnið að einhverju leyti í liverjum einasta söfnuði kristinnar kirkju. Líknarstarfsnefnd Jiykir lieppilega skipuð 7 manns eins og í frumsöfnuðinum forðum. Bezt er að þar sé prestur, læknir og hjúkrunarkona ásamt formanni safnaðar eða safnaðarstjóra. Ennfremur fulltrúar fólksins sjálfs, konur eða menn, sem þekkja marga og liafa aðstöðu til að kvnna sér ástæður þeirra, sem bágt eiga. Prestsfrúr og kvenfélagsstjórnendur eru oftast sérstaklega góðir fulltrúar á þessu sviði. Nefndin þarf árlega að kynna sér safnaðarmannatal og fylgj' ast einkum með lieimilum eldra fólks, einstæðinga og gamal- menna. Hún ætti að hafa fasta fundardaga einu sinni í mánuði að vetrinum að minnsta kosti og auk þess fundi, þegar sérstakt tilefni gefst. Og Iiún þarf að Iiafa fulltrúa, nokkurs konar athugendur, sem flytja henni fréttir af bágstöddum og er slík könnun, til dæmis við messur, nauðsynlegt atriði í starfiniii ennfremur skrá yfir þá, sem lijálpað hefur verið og breytingar, sem verða á högum þeirra. Auðvitað þarf þessi nefnd á peningum að halda. Þess þarf alltaf, jafnvel þótt öll liennar störf séu gefin eða án endurgjalds Þess vegna þarf líknarsjóð, sem unnt sé að grípa til, þegar skjótra úrræða þarf við eða annað sem ekki eru næg efni til a annan liátt. Líknarsjóð má stofua af gjöf einhverra fórnfúsra safnaðarsystkina, sem skilja þetta málefni. Hann skal síðan efldur með árlegri fjársöfnun og gjöfum til lians. Fastar tekjur sjóðsins ættu að vera viss framlög eða prósent- Iiluti úr safnaðarsjóði eða af safnaðargjöldum. Ennfremur greiðslur Jieirra, sem aðstoðaðir hafa verið en seinna auðnast að geta greitt fyrir sig. Þá ætti Líknarstarfsnefnd að hafa og undirhúa sérstakan fjársöfnunardag fyrir sjóðinn með einliverjum hætti, merkja- sölu við messur, kaffisölu eða sérstakri hátíðasamkomu Líkn-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.