Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 45

Kirkjuritið - 01.10.1966, Side 45
Vér bibjum um bjalp þína Góður Guð, vér þökkum þér, að þú hefur gefið oss frelsarann, Son þinn, Jesúm Krist. Aldrei fáum vér þá miklu gjöf fullþakkaða. Framar öllu verðum vér að þakka þér friðinn, sem hinn nýi Drottinn vor, hefur fært lífi voru. Vér biðjum þig fyrir friðinum í veröldinni. Vér vitum, að Kristur einn getur veitt hinn sanna og varanlega frið. Þess vegna krjúpum vér þér og biðjumst hjálpar þinnar, og friðar í heimi og hjörtum. Lát meistara vorn og lausnara vitja vor. Vér biðjum, Drottinn, fyrir drottnurum þessa heims. Lát þá einnig, lúta Kristi, sem sínum eigin frelsara og lausnara. Lát þá hlusta eftir svari þínu, hinu sanna svari við öllum þeim vandamálum, sem hrjá oss í dag. Vér biðjum þig fyrir kristnum mönnum um heim allan Lát oss helgast þér. — Amen. Afríkönsk bæn. — (G. Á.).

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.