Kirkjuritið - 01.10.1968, Page 16

Kirkjuritið - 01.10.1968, Page 16
KlftKjURITIÐ 382 Rafnar mér að prédika við messu lija sér. Það varð til þess að ég flutti níu erindi og ræður þá dagana, sem ég stanzaði 1 bænum, oftast samkvæmt beiðni ýmissa félaga. Eitt þeirra var Umdæmisstúkan norðanlands. Brynleifur Tobiasson var þa þar í forustu. Erindið flutti ég í stórasal Samkomuliúss bæj- arins — gamla Templarahúsinu, en salurinn rúmar nokkur bundruð manns. Mér brá, er ég kom á ræðupallinn og sá sal- inn þéttsetinn. Yfir slíkum söfnuði var létt að tala. Veit ekki livort ég má liafa orð á því, en Brynleifur sagði við mig á eftir, að finna liefði mátt brifningaröldur fara aftur og aftur uni salinn. Þetta varð raunverulega uppbafið að starfi mínu fyrir góð- templara, næstu árin hafði ég mjög frjálsar bendur. Jafnliliða Jiví, sem ég vann reglunni gat ég flutt erindi eftir beiðni fr;1 ungmennafélögum, kvenfélögum, íþróttafélögum, í mörguiö skólum ár eftir ár og mun hafa flutt stólræður í um 40 kirkj- um landsins. Prestamir voru gestrisnir og buðu mér að stíga 1 stólinn. Allt var þetta mér sjálfum mjög menntandi starf og ánægjulegt. Það var t. d. ekki slóðalegt að tala í menntaskól- unum yfir myndarlegum ungmennaskara, ágætum kennuruni og rektorum. Eitt sinn kynnti skólameistari Sigurður Guð- mundsson mig á Jiessa leið: „Jæja, unga fólk! Hér er konunö hinn mikli andskoti Bakkusar.“ Ég brosti, hefði ég nú aðeins átt lirósið skilið, en góða ábeyrn fékk ég. Það var ekki lítilsvirði, að kynnast öllu Jiessu góða fólki, sem ég kynntist á ferðuni mínum um landið Jiessi 12—15 áriu- Árið 1936 ráðstafaði stjórn Prestafélags Islands J)ví svo, að prestur og leikmaður beimsæktu allar kirkjurnar í Húnavatns- sýslum, og mér var boðið að fara með Sigurgeiri SigurðssyW, síðar biskupi. Við fluttum oftast tvær ræður á dag og varð ég að vakna árla bvern dag, til að bugsa að einliverju leyti niínai óskrifuðu ræður. Mjög gott var að ferðast með þessum ábuga- mikla og ágæta starfsmanni kirkjunnar. 1 júlí næsta suniai fór ég svo með Helga Konráðssyni um Suður-Múlaprófasts- dæmi og heimsóttum við þar allar kirkjurnar. Ákjósanlegn samstarfsmann var vart Iiægt að kjósa sér en séra Helga Kon- ráðsson. Góðar eru endurminningarnar frá Jiessum árum. R'1' stjóri Einingar bef ég verið 25 ár. Fengið laun úr ríkissjóði sí. 27 ár.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.