Kirkjuritið - 01.10.1968, Page 29

Kirkjuritið - 01.10.1968, Page 29
KIRKJURITIÐ 395 Margir þeirra, sem utan kirkju standa, Iiafa engan veginn valið' sér greiðfærari leiðina í þessum efnum, ef liöfða á til almenningsálitsins í Bandaríkjunum. Fremur mun hlutskipti þeirra verða að teljast örðugt. Þeir eiga yfir liöfði sér ásak- anir nágranna og samfélags fyrir að hafna þeirri sjálfsögðu skyldu að taka þátt í safnaðarlífinu. Mikill meirihluti kirkjugesta eru vafalaust einlægir í sinni tfú. En ef við skyggnumst lengra og bregðum ljósi yfir þær ^stæður, sem eru þess valdandi að fólkið binzt einhverri kirkju- deild, þá kemur í 1 jós, liversu hinum er gert margt torvelt, sem velja þann kostinn að standa utan við. En livers vegna kafna þá J jessar mörgu miljónir kirkjunni og því skjóli, sem kún veitir, þeirri liugsvölun og þeirri von, sem hún boðar? Margir fjarlægjast kirkjuna og forðast þátttöku vegna deilna °g samkeppni liinna ýmsu kirkjudeilda. Öðrum mislíkar ein- strengingslegir og formfastir helgisiðir. Og enn aðrir, þótt 1‘eir e. t. v. geri sér Jjað ekki ljóst, feta í fótspor eins göfug- asta sonar bandarísku Jjjóðarinnar, Abrahams Lincolns. Hann lýsti Jjví yfir, að hann vildi ekki bindast neinni kirkjudeild vegna þess, að liann ætli örðugt með að játa skilyrðislaust Hiargbrotnum fullyrðingum ýmissa kenninga, sem kæmu fram 1 ýmis konar trúarsetningum og mismunandi trúarjátningum liinna ýmsu kirkjudeilda. Hann sagði í því sambandi m. a. þetta: „Sú kirkja, sem lætur letra gullnum stöfum yfir altari Sltt, eina skilyrðið til þátttöku, stuttorð boðorð Jesú Krists ftn kjarna lögmálsins og fagnaðarerindisins: „Elska skaltu ^rottinn Guð þ inn, af öllu lijarta þínu — og náunga þinn eins og sjálfan þig,“ — Jjá kirkju mun ég aðhyllast í einlægni.“ Þannig er eigi liægt að segja, að Jjeir Bandaríkjamenn, sem fýrir utan kirkju standa, séu trúlausir eða líti á líf sitt án Þlgangs og takmarks. Má í Jjví sambandi vitna í þessi orð ^ennvsons: „There lives more faith in lionest doubt Belive nve tlian in Iialf the creeds.“ Þetta mætti ef til vill orða eittlivað á þessa leið: í efanum birtist oft bjartari trú, en boðorðum gerðum af aiönnum — eða —

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.