Kirkjuritið - 01.10.1968, Page 36

Kirkjuritið - 01.10.1968, Page 36
KIItKJURlTIÐ 402 ili á liaustin, en kemur svo aftur þar sem liann finnur að ósk- að er sérstaklega eftir því, t. d. þar sem gamalt fólk er til heimilis eða fólk virðist liafa áhuga á trúmálum o. s. frv. Þess- ar fyrstu lieimsóknir eru svo stuttar að hann kemst jafnvel a 5 heimili á dag, og þeim lýkur yfirleitt með helgistund. Kvöldbœnir. í Háteigskirkju í Reykjavík eru m't kvöldhænu livert kvöld klukkan hálfsjö. Þetta kvöld sem við vorum þar» voru lesnar tíðir og þó íiokkur liópur fólks var viðstaddur. Þetta er varla erfitt fyrirtæki að framkvæma, því að aðeins annar presturinn var þarna af starfsfólki kirkjunnar, og væri það vafalaust vel þegið af mörgum manninum ef kirkjurnai opnuðu dyr sínar síðdegis til helgistunda. Á það ekki sízt við þær kirkjur sem eru við fjölfarin stræti. Kórœfingar. Þróttmikill og áhugasamur kór er mikil lyftistöng öllu kirkjustarfi. Hins vegar er oft erfitt í sveitum að halda uppi kóræfingum sökum fólksfæðar og fjarlægða. Gegninga’ og mjaltamál skammta þar tímann og kvöldin verða ódrjug- Einn kór hefur þann háttinn á, að æft er lieima hjá organist' anum eftir hádegið. Þeir sem annars ættu ekki heimangengt vegna barna sinna, taka þau með því að kona organistan- lítur eftir þeim, ef þarf. Tekið er ríflegt kaffililé og er þá oB kátt yfir borðum. Kóræfingarnar verða þannig mikils virðt félagslega séð, fólk kemur þangað uppáklætt og er þetta eina skiptið í vikunni sem húsfreyjurnar komast út af lieinu inu. Hversdagsskólar. 1 flestum söfnuðum eru reknir sunnudaga skólar í einliverri mynd. En í nokkrum söfnuðum eru að faI’a af stað liversdagsskólar. Þá koma börn oftast undir skólaald'1 og vinna að ýmis konar föndri, heyra sögur og læra vers r sálma. Stundum liafa þau með sér ávexti eða annað nesti °r læra þá að lesa borðbæn. Hefur verið sagt að þarna sé kirkja11 að gegna því hlutverki sem amman hafði á lieimilum áðu1 fyrr. Hafi menn áhuga á slíku starfi ættu þeir að ráðfæra s>r við systur Unni, safnaðarsystur í Halgrímskirkju, sem annas' barnastarf þar flesta daga vikunnar með miklum ágætum- B. G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.