Kirkjuritið - 01.10.1968, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.10.1968, Qupperneq 39
KIRKJURITIÐ 405 ljúka stórvirki sínu, að liann lieyrir ekki þrammið fyrir aftan sig og veit ekki fyrr en hann er þrifinn í hnakkann og lionum slengt til liliðar. Eins og örskot sprettur liann stein- hegjandi á fætur tvo, þrjá metra frá byggingunni. Með gal- °pinn munn og kreppta linefa. Hann lítur ekki á móður sína, en starir á höllina sína, sem liann liefur tímum saman stritað yið að reisa. Það vantar lítið annað á liana en smiðshöggið, aðeins varðturninn yfir úthliðinu mikla. Hár og mikill átti 'iann að vera eins og í bókinni, sem gæðakarlinn á horninu lofaði lionum að skoða. Móðirin mælir ekki orð af vörum. Hún bítur saman tömi- unum, svipurinn grjótharður og ískaldur, svartur eins og sand- Urinn, beizkur og lokaður. Allt í einu spyrnir hún í höllina með breiðum fætinum. Drengurinn rekur upp angistaróp eins og liann liefði verið lagður linífi, liikstar, æpir í neyð sinni. Konan virðist ekki lieyra það. Hún hamast með nöktum °g skítugum fætinum við að leggja álmur og musteri í rústir, stórhýsi og liáreistar bogalivelfingar, sem hún ryður í tjarnar- stæðin. Múrar falla og varðturnar lirynja. Svo er sandurinn einn eftir, votur sandur, sem ekið var l'ingað með uxum. Móðirin sparar ekki tímann við að afmá Ml merki eftir barnsliendurnar. En loksins er hún búin og þá verður hún að rvðja því úr Ser sem sýður niðri í henni. -— Reyndu að liverfa héðan og hypja þig inn, ræfils pott- °nnurinn! Snaraðu þér, segi ég! Röddin er stálliörð og ísköld. Rarnið lirekkur við. Fyrst liopar það nokkur skref aftur a l>ak og starir skelfdum augum á móðurina. Engu líkara en l';|ð búist við að verða slegið niður. Svo snarsnýr það við og Ideypur inn, upp tröppur og inn um dyr, sem það skellir í lás. A leið að portinu rekst móðirin á nágrannakonu. — Svona barn getur gert mann æðisgenginn. ~~ Hvað hefur hann nú gert af sér? Gert af sér? Hverju liefur liann fundið upp á? Þú liefðir att að sjá það! Móðirin rekur nefið í áttina að sandhaugnum. — Væri hann ekki eftirmynd föðurræfilsins síns, gæti ég 'nnborið það. En svona lét hann áður en við giftum okkur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.