Kirkjuritið - 01.10.1968, Qupperneq 49

Kirkjuritið - 01.10.1968, Qupperneq 49
KIRKJURITIÐ 415 í samkandi við fundinn var guð'sþjónusta í Bíldudalskirkju og prédik- a«i þar sr. Stefán Eggertsson, prófastur. HéraSsfundur Húnavatnsprófastsdœmis var haldinn í Höfðakaupstað sunnu- 'lnginn 7. júlí. Hófst með guðsþjónustu í Hólaneskirkju. En þennan dag Var minnst 40 ára afmælis Hólaneskirkju en liún var vígð 2 s. e. Tr. 1928 a< séra Gunnari Árnasyni í veikindaforföllum sr. Jóns Pálssonar prófasts. Pétur Þ. Ingjaldsson predikaði og rakti sögu kirkjunnar. En þessi kirkja tók við af Spákonufellskirkju. Sr. Jón Kr. ísfeld og sr. Árni Sig- Ui'ðsson þjónuðu fyrir altari. Hólaneskirkju hárust góðar gjafir frá fyrstu fermingarkömum í þessari kirkju, er gáfu ríflega peningaupphæð í nýja kirkjuhurð og Sigurður Sölvason kaupmaður og kona hans Margrét Kon- ráðsdóttir gáfu Iíka fjárupphæð. Ingvar Jónsson formaður sóknarnefndar av'arpaði kirkjugesti. Páll Jónsson fyrrv. skólastjóri flutti erindi um sr. Jón l'álsson prófast, en sr. Gísli Kolbeins á Melstað erindi um boðun kirkj- Unnar á öld tækninnar. Kirkjukór Hólaneskirkju söng undir stjórn Kristj- a«s Iljartarsonar organista. Eftir kaffihlé liófst héraðsfundur í kirkjunni nndir stjórn sr. Péturs Þ. Ingjaldssouar setts prófasts. I yfirlitsræðu sinni Snt hann helztu kirkjulegra viðburða er snertu prófastsdæmið. Sr. Þorsteinn B. Gíslason lét af emhætti 1. nóveinber sl. eftir 45 ára l'jónustu með miklum ágætuni. Sást það mjög á marga lund hve ástsæll ,la«n var söfnuðuin sinum, er hann og kona hans frú Ólína Benedikts- •lóttir kvöddu Húnaþing. Var þeim hjónum margvíslegur sómi sýndur. ®r- Árna Sigurðssyni hefur nú verið veitt Þingeyrarklaustursprestakall og ,)auð prófastur liann velkominn. Biskup landsins lierra Sigurbjöm Einars- s°n vísiteraði prófastsdæmið 1967 og 1968. Var koma þeirra hiskups og k°nu lians frú Magneu Þorkelsdóttur, söfnuðum og prestum til ánægju °K uppörfunar í starfi. Um kirkjuliús má segja að mörg séu í góðu lagi, en önnur þurfa við- Serðar við. Full þörf er á nýju kirkjuhúsi á Blönduósi, Auðkúlukirkja er lalin ómessuhæf, en viðgerð stendur yfir á Breiðabólstaðakirkju, verið er að gera myndarlega girðingu kringum kirkjugarðinn á Tjörn en í n°«um stendur Tjarnarkirkja. 1 árslok 1967 var fólksfjöldi 3518 manns 1 Prófastsdæminu. Messugjörðir voru 197 altarisgestir 225. Pjörg Björnsdóttir frá Lóni æfði 3 kirkjukóra. Æskulýðssamhand Hólastiftis hélt aðalfund sinn 9.—10. september á 'i'animstanga, sat liann margt klerka og æskulýðsleiðtoga og unglinga. ,Já var tekið fyrir aðalmál héraðsfundarins. Boðun kirkjunnar á tækni- a,<þ urðu um það miklar umræður og tók margt fundarmanna til máls. *"« 13 safnaðarfulltrúar sóttu fundinn auk presta. í-auk prófastur fundi með ritningarlestri og bænargjörð. rkjuþing hinnar íslenzku þjóðkirkju 1968 verður kvatt saman í Reykja- '*k miðvikudaginn 16. október, og verða þingstörf hafin með guðsþjónustu 1 Neskirkju þann dag kl. 2 e. h.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.