Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1969, Side 6

Kirkjuritið - 01.03.1969, Side 6
KIRKJURITIÐ 100 Ástæðan er fyrst og fremst sú, að jeg álíl nauðsynlegt að mjókka bilið milli háskólafræðslunnar og almennrar þekking- ar á guðfræðilegum efnum. Námskeiðið er aðeins lítið tillag til slíkrar starfsemi. Og það liefir orðið mjer til óblandinnar ánægju að gera þessa tilraun. Þetta verða raunar ekki nema 8 stundir með löngu millibili, en bverri stund liefir verið ætlað afmarkað efni. Þátttakendur liafa verið nær þremur tugum, frá mjög ólíkum stjettum og starfsgreinum. Þar bafa verið forstjórar, hagfræðingar, efnafræðingur, liúsfreyjur, kennaranemar, menntaskólanemar, trjesmiður, ljósmæður og hjúkrunarnemar, kaupmaður, læknir o. s. frv., raunar dálítið sitt á livað eftir því sem liver og einn bafði ástæður til vegna starfa sinna. Sjálfsagt mætti einnig láta slíkt námskeið starfa daglega aðeins eina viku eða liálfan mánuð, ef það væri undir- búið fyrirfram, og þátttakendur þyrftu ekki öðru að sinna a meðan. Nýja testamentisfræðin er auðvitað svo víðtæk vísinda- grein, að engin tök eru á að kynna nema fá atriði, en jeg liefi reynt að gera nemendum mínum sem Ijósast sainband Nýjatestamentisins við menningarstrauma fornaldar og sjerein- kenni höfunda þess í liugsun og efnismeðferð. 6. Hva8 Iwfir mest knúð þig til að berjast fyrir því að reisa Hallgrímskirkju í svo veglegri mynd? Þegar á fyrstu prestsskaparárum mínum austur á landi varð jeg snortinn af þeirri hreyfingu, sem vakin bafði verið í þi' átt að byggja minningarkirkju Hallgríms, og þegar jeg varð prestur í Hallgrímsprestakalli, lá það í hlutarins eðli, að jeg yrði meira við málið riðinn. Ákvörðun um byggingu kirkjunn- ar, og löggjöf, er að henni laut, var auðvitað annarra verk. Lögin tóku fram, að kirkjan ætti að vera stór, og landið liefir þörf fyrir eina stóra kirkju. Það mun sýna sig, að kirkjan kemur ekki til með að bera borgina ofnrliði, heldur setja á liana enn fegurri svip. En jeg legg áberzlu á, að Hallgríins- kirkja er fyrirtæki allra prestakalla á landinu, en ekki Hall' grímsprestakalls eins. Þó að sóknarnefnd þess safnaðar bafi lÖg- um samkvæmt forgöngu um málið og margir aðrir lijer 1 Reykjavík Iiafi átt góðan hlut að, bafa framlög til byggingar- innar komið úr öllum áttum. Jeg vona einnig, að öll notkun kirkjunnar verði í samræmi við það, að bún sje og verði lands- kirkja.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.