Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1969, Síða 32

Kirkjuritið - 01.03.1969, Síða 32
126 KIBKJURITIÐ sérstök sannfæring, lieldur aðeins í stíl við alla lians andlausu og ábyrgðarlausu og ástríðulausu yfirborðsmenntun, en liefur ])ó eigi að síður sín neikvæðu álirif til að skapa og auka kæru- leysi og tillitsleysi dýrkenda hans fyrir öllu og öllum. Þar er ekkert heilagt, mannhelgi og manngildi fótumtroðið eftir vikl og aðstæðum. Slík lífsskoðun er víðs fjarri mati kristni- dóms á mannssálum. Kirkjan og kristindómsboðskapur liennar getur því ekki gengið framhjá Bond-tilbeiðslunni né öðrum álíka trúarlireyf- ingum án þess að benda á hættuna, sem er á þeirri leið fyrir einstaklinginn og mankyn allt. Og boðskapur kirkjunnar til fylgjenda lians og aðdáenda er ekki fyrst og fremst það, að þeir eigi að forðast kvikmyndir, sjónvarp og bækur, sem flytja því goðsagnir, drauma og rómantík í nýtízkubúningi. Og gera það síðan að leiðinleguiu stöðnuðum steingervingum rétttrúnaðar og afturhalds. Nei, boðskapur kirkjunnar á að vera sú Kristsmynd, sú fyrirmynd, sem það geti borið allar aðrar myndir saman við í liuga sínum og hjarta. Og liún þarf að standast allan sanian- burð og sigra alla ,,bítla“ og „Bonda“ með Ijóma sínum og krafti, verða bin sanna og eina fyrirmynd í starfi og livíld, volæði og harmi. Hinsvegar má ekki fara að eins og trúarleg viðborf liafa stundum baft það og segja: Guð er allt, maður- inn ekkert, og banna á þeim grundvelli allt liið mannlega, spurn þess, langanir og óskir. Allt verður þeim til góðs, sein Guð elska, það er að segja meta liina kristilegu guðsríkis- liugsjón mest í einu og öllu, kirkjunni og daglega lífinu. 1 predikunarstólnum í æskulýðsfélögum, fræðsluhringum og útgáfustarfsemi þarf því að íhuga, ræða og taka afstöðu til allra álíka tízkufyrirbrigða og James Bond-bókmenntir og filmur eru nú. Forðast það sem er ósatt og villandi, notfæra sér jákvætt þann skilning á mannlegu eðli, sem þær skírskota til. Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt skal rann- sakað, en haldið því sem rétt er. Hetja lijartans, betja dagsins, draumaprins æskunnar þarf að vera Kristur, frjálslyndi lians, víðsýni, fegurð, speki og kærleikur. Þeim, sem slíka fyrirmynd eiga, granda Bond- myndirnar ekki, lieldur gefa þeim meira innsýni í ástand og liættur aldarinnar, skilning á óteljandi sviðum bins mann-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.