Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1969, Page 30

Kirkjuritið - 01.03.1969, Page 30
KIRKJURITIÐ 124 Hann á bergmál viiN eittlivað, sem liggur djúpt í vitund flestra karlinanna, einhverja ómeðvitaSa gleði yfir ruddaskap og liarðneskjn, ábyrgðarlaust ástamakk og sexual-svall. Þar næst samsvarar hann þörf fyrir að vera betja, eittbvað stórt og sérstakt, ekki sízt í augum kvenna. Allt bið óleyfi' lega og ótillilýðilega, sem Bond gjörir verður leyfilegt, af því að hann gjörir það. Þannig verður liann skálkaskjól nútínia gæjanna. Sé litið á Bond með sérstöku tilliti til samtíðarinnar verður liann táknmynd kröfunnar, binnar frekjulegu og beimtufreku skapgerðar nútímafólks og skorts liennar á jákvæðum fyrir- myndum, sem bún þori að treysta. Við erum stödd í liinu andlega tómi, sem þýzki heimspek- ingurinn Nietzscbe spáði um, þar sem ekki er á neinu að byggja í h'fsskoðun og siðferði. Fjall sannleikans er horfið J bili, og við vöfrum í þoku og dirnniu illa vopnuð til að berjast gegn fölskum hugsjónum og blekkingum, sem síast inn í vitund fólksins með bókum, kvikmyndum og öðrum fjölmiðlunar- tækjum tæknialdarinnar. Menningarlega rótlaust fólk, sem er orðið svo sérmenntað, að ]iað er næstum ómenntað, stendur uppi meira eða minna varnarlaust til andófs eða mótstöðu gegn óbeinum árásum a mannleg og alþjóðleg verðmæti og algild beillalögmál mann- legrar sálar og tilfinningalífs, sem eru nú frægastar í Kína. Eins og áður befur verið bent á, megnar Iiin vísindalega efnishyggja ekki að fullnægja draumþrá mannlegra tilfinninga eftir liinu dulræna, dramatízka og rómantíska. Raunverulega eykur þessi kaldræna skynsemdaraðstaða mannsliugans þessa þrá bjartans, svo að liún getur orðið andlegt bungur. 1 fyrsta lagi befur starfandi fólk nútímans ekkert beint samband við sína eigin starfsframleiðslu, á sér því ekkei't raunverulegt takmark til að keppa að. En það gat bæði bóndi, framleiðandi og iðnaðarmaður fyrri alda. Hér er því lifað og lirærzt í tómrúmi, sem ekki veitir neina fyllingu án upphafs og endis, sama bandtak kannske ár eftir ár, vélrænt, dautt t vélasölum iðnvæðingarinnar. Meira að segja skólarnir og sveita- störfin eru orðin með verksmiðjublæ. En þar við bætist, að véltæknin og stytting vinnutímans hefur í för með sér auknar tómstundir, svo að fólk, sei»

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.