Kirkjuritið - 01.07.1969, Page 6

Kirkjuritið - 01.07.1969, Page 6
KIRKJURITIÐ 244 Þá varð hann kennari við guðfræðideild liaskólans og þai'1 kom af sjálfu sér, að liann varð í forystu meðal kirkjunnar manna. Hann settist þar við hlið göfugs vinar, Sigurðar próf- essors Sívertsen. Þeir voru líkir um margt, samhentir mjög og samstíga og studdu hvor annan í starfi og sameiginlegum áhugamálum. Þeir, sem nutu kennslu Ásmundar Guðmunds- sonar og voru samstarfsmenn lians gerðu sér fulla grein fyrn því, að þar var maður, sem vandaði verk sín og framkoinn sína og lagði sál sína í starfið. Hann var einstakur eljumaðui og um fáa menn liygg ég að sagt verði með meiri sanni, að enginn dagur liafi liðið svo í lífi þeirra, að ekki liafi verið unnið eitthvað til nytja, við uppfræðslu, fræðiiðkun, lestur og ritstörf, að ógleymdu því, þegar hann vildi greiða úr vanda annarra, verða til liðsinnis eða uppörvunar, en til slíks vai' liann jafnan reiðubúinn og flestum fúsari. Og vinsældir l'an® sem kennara bæði við liáskólann og annars staðar stöfuðu ekki eingöngu af meðfæddum og ræktuðum kennarahæfileikum °r alúð í starfi, heldur líka og ekki síður af góðvild lians í garð nemenda og hjálpfýsi, sem var þeim mörgum mikilvæg, bæði fyrr og síðar. Þau fimm ár sem liann var biskup voru annasöm, en hann naut þeirra anna og umsvifa og orkan óx í átökum, af því að honum var það svo rík gleði og þörf að vinna kirkju sinni ga?n og liann fagnaði liverju tækifæri til þess. Reglusemi í enl’ bættisfærslu, árvekni gagnvart öllu, smáu og stóru, brennandi áhugi og góðfýsi, þetta tel ég ótvíræð einkenni á biskupsdóm1 lians. Og sízt var honum það í liug að liverfa úr þjónustu kirkjunnar, þótt hann léti af embætti. Enn sem áður skyldi hnn njóta krafta hans, meðan þeir entust, og má ég í því samband1 sérstaklega þakka það, sem hann vann í þágu Hins ísl. BibhH' félags, eftir að hann var vikinn úr forsæti þess. Störf hans verða annars ekki rakin liér á þessari kveðjU' stundu. En hvað sem öllu mati líður — og um það mun fran1' líðin kjósa sér atkvæði ekki síður en vér — þá er það víst, a sú kirkja, sem var honum samtíða liér í tímanum og átti hann að foringja, lýtur minningu lians í djúpri virðingu og þ‘d'1' fyrir lieilshugar trúnað og trúfesti, ósérhlífna, ötula þjónustin sleitulaust um langan vinnudag. Við sáum ekki alla liluti sömu augum og skildum ekki alh

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.