Kirkjuritið - 01.07.1969, Síða 22

Kirkjuritið - 01.07.1969, Síða 22
260 KIRKJURITID Slíkur var dómur náins vinar og samstarfsmanns um margra ára skeið, dómur, sem áreiðanlega fær staðizt livers konar gagnrýni, því þar talar maður, sem liafði bæði vit og þekkingu á þeim viðfangefnum, sem þarna var um að ræða. Aldrei varð ég þess þó var, að prófessor Ásmundur legði sér- stakt kapp á að gera nemendur sína að vísindalegum guðfræð- ingum. Hitt sjónarmiðið var alltaf langtum meira ríkjandi lija honum, að biia þá sem bezt undir prestsstarfið. Það var í vit- und hans hin lieilaga köllun guðfræðingsins, að fara með fagnaðarerindið út á meðal fólksins, hlýða raust Frelsarans er Iiann kallar: „Fylg þú mér“. Þá lielgu liirðisraust vildi pro- fessor Ásmundur leitast við að láta hljóma án afláts í lijörtum nemenda sinna. Þegar rætt er um prófesor Ásmund Guðmundsson sem guð- fræðikennara, þá verður ekki lijá því komizt að geta þess, að hann var ekki aðeins kennari í kennslustundum. Hann notaði livert tækifæri sem gafst þar fyrir utan til þess að miðla okkur nemendum sínum, af þeim nægtabrunni þekkingar, vísdónis og lífsreynslu, sem hann bjó yfir. Fundirnir í Bræðralagi, liinu kristilega stúdentafélagi, sem hann var lífið og sálin í, voru mörgum þeim, sem þá sóttu, drjúgur skóli og blessunarríkur. Og alltaf stóð heimili Jians guðfræðistúdentum opið. Ég minn- ist þess, að eitt sinn átti ég í miklu sálarstríði á fyrsta liáskóla- ári mínu. Gekk það svo langt, að ég var kominn á fremsta hlunn með að liætta guðfræðináminu og snúa mér að ein- hverju öðru. 1 örvæntingu minni lagði ég leið mína lieim til prófessors Ásmundar í von um að liljóta liugarstyrk og gó'ðar ráðleggingar lijá honum. Hann tók mér ástúðlega og bauð mer þegar til stofu. Þetta var fagur morgunn. Sólin liellti geislum sínum inn um gluggann og vafði prófessorinn, að því er mer fannst, yfirjarðneskum ljóma. Við ræddum margt, en vanda- málið, sem mér lá þyngst á hjarta, bar þó aldrei á góma. Þess gerðist ekki þörf. Sá hugblær og sú lijartans hlýja, sem streymdi á móti mér og fyllti sál mína í návist míns göfuga læriföður, varð þess valdandi, að vandamálið, sem mér fram til þessa hafði virzt svo erfitt og óleysanlegt, varð að engu í VJl- und niinni. En ný, björt von tók þar völdin í staðinn. Slík voru persónuáhrif próf. Ásmundar Guðmundssonar- Það eitt, að liann var nálægur, virtist stundum nægja til þess að

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.