Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 7

Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 7
KIRKJURITIÐ 197 unni í Betleliem er tærasta uppsprettan, livergi tær eins og þar, þótt ýmsir aðrir lækir og miður tærir liafi síðan runnið í þann farveg. Innan kristinnar kirkju liefur mikið verið unnið á síðustu timum að einingu innan kristninnar. Ekki til þess að kirkju- deildirnar glötuðu sérkennum sínum, heldur til þess að tor- tryggnin minnkaði og úlfúðinni yrði haldið í skefjum. En að því þarf einnig að vinna, vegna framtíðar kristninnar, að höggva af henni fjötra einangrunar og umburðarleysis og leiða kana út í frelsi þess víðfeðma skilnings, að kristin trú er ekki einangrað fyrirbæri í heimi trúarhragðanna, lieldur grein, — °g að vorum skilningi krónan sjálf á voldugum meiði með mörgum greinum. 1 Sesareu stóðu þeir Pétur og samherjar hans andspænis þeirri staðreynd, að heilagur andi liafði einnig verið gefinn l'eiðnum mönnum. Er úr vegi að minnast þess, þegar sjálf l'átíð andans er haldin heilög í kirkju Krists? Richai'd Beck: Tvær vorvísur Roðar sundin sólarbál, söngvar í lundi hljóma, guðspjall vors og gleðimál glitra í augum blóma. Hvítum á vængjiun vorsins vegur er huga greiður austur á æskuslóðir, ársólar heilla glóðir, liimininn blár og heiður.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.