Kirkjuritið - 01.05.1970, Side 14

Kirkjuritið - 01.05.1970, Side 14
KIRKJUIUTIÐ 204 ardóttur, útvegsbónda að Pálsbæ á Seltjarnarnesi. Þar eignað- ist liann góðan og tryggan lífsförunaut. Frú Anna var tíguleg fríðleikskona, skarpgreind, linyttin og skemmtileg í viðræðum, hreinskilin og inikil mannkostakona, sem skipaði sæti sitt við lilið manns síns með miklum sóma. Þann vitnisburð gáfu henm allir sem þekktu liana bezt. Frú Anna lézt í ársbyrjun 1962. Þeim lijónum varð 5 barna auðið. Þau eru þessi, talin eftir aldursröð: Guðfinna, kennari, hún er látin, Sigrún, gift Ár- manni heitnum Halldórssyni skólastjóra, Elinborg, gift Magn- úsi heitnum Ástmarssyni prentara, Sigríður, áður gift Benedikt Tómassyni lækni og fyrrverandi skólastjóra í Hafnarfirði og Björn, barnalæknir í Reykjavík. Öll hafa þessi systkini reynzt mannkostafólk, svo sem þau áttu kyn til. Þann þriðja janúar 1908 lézt sr. Zópbonias Halldórsson pró- fastur í Viðvík. Varð þá Viðvíkurprestakall laust til umsóknar. Sr. Guðbrandur' átti sterkar rætur í Skagafirði og mun gjarnan liafa kosið að vinna þar sitt ævistarf. Sótti hann því um Við- víkurprestakall og var vígður þangað 22. nóvember 1908. 1 Viðvík sat sr. Guðbrandur í 26 ár, sótti síöan um Fellspresta- kall, sem nú heitir Hofsósprestakall, og var honum veitt það frá fyrsta júní 1934. Þarl þjónaði sr. Guðbrandur síðan unz hann lét af embætti frá fyrsta janúar að telja árið 1952. Þa fluttu þau hjónin til Hafnarfjarðar og síðar til Reykjavíkur. Sr. Guðbrandur gegndi aukaþjónustu í Viðvíkurprestakalli fra 1934 til 1940. Þau ungu prestslijónin, sr. Guðbrandur og frú Anna settust að í Viðvík á dimmum skammdegisdögum undir árslok 1908. Ekki mun aðkoman liafa verið neitt glæsileg á nútímamseb- kvarða mælt. Húsakynni voru mjög léleg að kunnugra sögn, íbúðarliúsið hriplekt og næstum að falli komið, að sjálfsögðn án allra lífsþæginda, svo sem þá var um íbúðarhús yfirleitt. í Jiessu liúsnæði bjuggu þau lijónin í nokkur ár, unz nýtt hus var byggt. Voru það mikil umskipti til batnaðar að flytja 1 Jietta liús, þótt Jiað skorti flest þau þægindi, sem nútímahus liafa upp á að bjóða, og ekki hvað sízt unga fólkið í dag gerir kröfur um. I Viðvík mun Jieim hjónum hafa búnazt sæmilega vel. Þau ráku J>ar búskap svo sem venja var á prestssetrum a Jieim tímum. Mun umsjón og stjórn búsins ekki liafa bvíÞ minna á herðum prestsfrúarinnar en manns bennar, sem oft

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.