Kirkjuritið - 01.05.1970, Page 16

Kirkjuritið - 01.05.1970, Page 16
206 KIRKJUUITIÐ vililar oj; jjlaðlegrar ljúfmennsku í bæinn. Þetta fundu hinir fullorðnu, en þó ef til vill ekki livað sízt börnin. Að lijörtuni þeirra átti bann greiðan aðgang sakir ljúfmennsku sinnar og hjartahlýju. Þetta hef ég fundið hjá ýmsu fullorðnu fólki liér í prestakallinu, sem kynntist honum sem hörn. Sr. Guðbrandur gegndi ýmsum störfum utan liins eiginlega prestsemhættis. Hann var settur prófastur í Skagafjarðar- prófastsdæmi fyrsta júlí 1934 og skipaður í það embælti 16. júlí 1938 að undangenginni kosningu presta prófastsdæmisins. Hann var í stjórn Guðbrandsdeildar Prestafélags Islands frá stofnun liennar 1931 til 1952 og um skeið formaður. Hann var í nefnd þeirri, sem sá um Hólahátíðir, sem haldnar voru á liverju sumri á Hólum vegna hyggingar minningarturns Jóns hiskups Arasonar. Hann var skólanefndarformaður um ára- bil og átli einnig sæti í hreppsnefnd um skeið. 011 voru þessi störf hans unnin af sömu skyldurækni og önnur, sem féllu i hans hlut. Páll postuli segir á einurn stað í bréfum sínum: Veriö í hróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan. Verið glaðir, ljúflyndi yðar sé öllum kunnugt. Þessi orð minna mig öðrum fremur á sr. Guðbrand. Sr. Guðbrandur bar ekki utan á sér neitt embættismanna snið að fyrri tíðar hætti. Hann var laus við allan remhing, prúður, ljúfur og glaður var hann innan og utan heimilis. Þannig mætli ég honum ávallt, er fundum okk- ar har saman. Þetta er sú mynd, sem ég geymi um þennan fyrirrennara minn í Viðvíkurprestakalli, yfiílboðara, starfsbróð- ur og vin. Þannig mun og myndin, sem minningin geymir i liugum sóknarbarna hans, samferðamanna og vina. Tíminn líður. Kynslóðir koma og fara. Þetta er lögmál lífs- ins. Einnig svið hins kirkjulega starfs. Andlát sr. Guðbrandar kom engum á óvart. Heilsa hans var |»rotin fyrir nokkrum árum og lífsljós lians logaði á veiku skari. Æviárin voru líka orðin mörg. Lausnin mun því hafa veriö honum kær svo og ástvin- um lians. En þótt sr. Guðbrandur sé horfinn af sjónarsviði þessa lífs, varir minningin um góðan dreng. Kirkja Islands a hér að haki að sjá einum sinna bezlu og trúustu þjóna. Fyrr- verandi sóknarbörn minnast góðs prests, og vinar. Svo og aðrir vinir og samferðamenn. Persónulega þakka ég hugljúf kynni og margar góðar samverustundir, sem við hjónin höfum att

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.