Kirkjuritið - 01.05.1970, Side 23

Kirkjuritið - 01.05.1970, Side 23
KIRKJDRITIÐ 213 tunglskotanna mikilleika þeirra. Mannsandinn kemur við sögu hvoru tveggja og bæði eru spegill aldarfarsins. Afleiðingar þeirra eru líka auðráðnar: Tæknin því aðeins góð, að menn kunni réttilega með hana að fara. En kynslóðin er svo liug- spillt að tæknin er eins og sakir standa meira notuð til stríðs- búnaðar og í þágu ágirndar og valda en til friðar og sam- hjálp ar öllum þjóðum. Því verður ekki neitað að flestir í vestrænum löndum, sem skoða sig sjálfkjörna leiðtoga á menningarbrautinni, láta sem þeir séu vaxnir upp úr kristindóminum. En með það heimsástand fyrir augum, sem er fyrst og fremst luótað af andkristnum anda verður að spyrja: Eru ekki líkin í ánni orðlaus en átakanleg auglýsing þess, hversu djúpt maðurinn getur sokkið — hann, sem þó hefur mátt og möguleika til að stíga upp til stjarnanna? Og er nokkurt ráð vænlegra til farsældar, frelsis og friðar, en að menn læri að fylgja höfuðboði Krists: Allt það, sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Það getur enginn sagt að þetta sé óskiljanlegt — eins og nú er í móð að tala um kristindóminn einkum af æskunni. -— Ekkert er einfaldara. En því miður erum vér ekki meiri menn en það, að oss skortir mikið á viljann til að framfylgja því uokkuð verulega. Leggjum ef til vill ekki mikið hugann að því, nema þegar ver komumst ekki hjá því, eins og þegar líkin fljóta í ánni ^vrir augum vorum. Kristni og kommúnismi Aldarafmæli Lenins var 22. apríl sl. Yar þess rækilega minnst hér £ fjöhniðlunartækjunum og með samkomulialdi eins og víð'a um lönd. Allir verða að játa að hann var frábær að gáf- U*U, mikill hugsuður, einstakur áróðursmaður, markviss skipu- ^eggjari og helgaði líf sitt hugsjónum sínum. Sennilega má lelja liann mestan áhrifamann þessarar aldar og verður nafn hans lengi uppi. öeilan stendur um gæði og gildi kenninga lians. Rit hans eru hiblía kommúnista og er hann bálfguð þeirra flestra. 'oninuistu andstæðingar hans telja liann verið hafa einn liinn Uiesta óþurftarmann, sem um geti.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.