Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 21
rotnar og verður að moldu, en sálin deyr eigi, heldur fer þangað sem henni er ætlaður staður, þangað til hún fær líkamann að nýju.“ „Jafnskjótt eftir andlátið verður ásigkomulag sálarinn- ar annaðhvort sæla eða vansæla eftir Því hvort maðurinn hefur hér í lífi að- hyllst Guðs náð eða hafnað henni.“ Þetta er lútherskur rétttrúnaður. En þetta er líka trú á óskilorðsbundið framhaldslíf. Óskilorðsbundið fram- haldslíf er viðurkennd og opinber kenning allra stærstu kirkjudeilda kristninnar. Það getur því verið álita- mál hvort trúarjátning Skálholtsrektors felur í sér hina „hreinu trú“ eða ekki. Hafi ég misskilið rektor og eytt Púðri á eitthvað sem alls ekki er til í hans huga, biðst ég velvirðingar. Ástæðan fyrir misskilningnum er þó sú aö rektor mætti tjá sig Ijósar. Hann má hinsvegar hugga sig við það, að ekki væri hann þá sá fyrsti af tals- mönnum tilveruspekinnar sem hefur vsnð misskilinn. III. Hin hreina trú Skálholtsrektors tekur ekki aðeins til einstaks fyrirbæris eins °9 dauðans heldur til tilverunnar allr- ar- Kristnir menn samkvæmt skilgrein- ingu rektors játa að þeir skilji ekki Þessa tilveru, „að í þeirra augum sé hún ekki aðeins tilgangslaus, heldur einnig vit-laus, í frummerkingu þess orðs.“ Þeir ganga jafnvel svo langt „í þessari tómhyggju sinni að þeir telja Þessa tilgangslausu og vit-lausu til- veru í grundvallaratriðum illa.“ Ekki er þetta mat á tilverunni fundið upp í Skálholti. Enn er hér hugmynda- fræði tilveruspekinnar á ferð og rekt- or heldur sér trúlega við orðaforða og tjáningarmáta ýmissa spámanna þeirr- ar hreyfingar. Nú geri ég ráð fyrir að ég sé illa læs á myndmál eins og rektor virðist sumir aðrir vera. Kannski er það vegna þessarar vöntunar minnar að mér finnst heimsskoðun þessi vera allnei- kvæð. Grun hef ég einnig um að þetta neikvæða mat sé ekki samhljóða mat allra kristinna manna. Ég vil meira að segja leyfa mér að efast um að þetta sé biblíuleg kenning eða hrein trú. Er það t. d. biblíuleg kenning eða sjónarmið að sú tilvera sem Guð hef- ur skapað sé í grundvallaratriðum ill? Vera má að hægt sé að lesa slíkan boðskap í ritum einhverra tilveruspek- inga, en hingað til hefur mér sést yfir þennan boðskap í Biblíunni. Heimur fallinn í synd, heimur sem þarfnast hjálpræðis, er ekki það sama og til- vera sem er í grundvallaratriðum ill. í Biblíunni er okkur opinberaður sá Guð sem allt hefur skapað. Guð Bibl- íunnar er Guð sögunnar og þátttak- andi í mannlegu lífi, baráttu og kjör- um. Guði er annt um þessa tilveru sem þó hefur farið sínar eigin leiðir. „Svo elskaði Guð heiminnn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi ei- líft líf.“ Til hvers var fórn Krists ef til- veran er tilgangslaus og vit-laus? Nic- holas Berdyaev hefur bent á að rás sögunnar verði aldrei skilin nema út frá yfir-sögulegu markmiði sem sé hið guðdómlega líf, Guðsríkið. Sú trú sem 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.