Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 82

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 82
hugtakið ,,að geta“ notað líkt og hjá Lúkasi við skírnina (Lk. 3:22). En andi og samhengi textans sýnist fremur styðja það viðhorf Conzelmanns, að hér sé upprisan í brennidepli. — Hvernig á þá að túlka þessa tilvísun í Sálm 2:7? Hvernig tengist sonaryfir- lýsingin upprisunni? Hugsanlega má finna lausnina I Spekiriti Salómons, 2.—3. kafla, þar sem sú fullyrðing hins réttláta, að hann sé Guðs sonur, á að standast prófraun sína við dauða hans með kröftuglegri staðfestingu Guðs: — ,,Ef hinn réttláti er sonur Guðs, þá mun hann hjálpa honum og frelsa hann úr höndum fjandmannanna11 (Speki Sal. 2:18). Þannig mætti að réttu lagi heimfæra Sálm. 2:7 upp á Jesúm upprisinn, vegna þess að sann- azt hafi I upprisu hans, hins réttláta manns (Post. 13:28), að Guð hafi gjört við hann sem son sinn (he was treated as the Son of God) með því að reisa hann upp frá dauðum. Augljóslega ber ekki að einblína á orðalagið ,,ég hef getiS þig“. Ef því fylgir nokkur áherzla, þá er þetta óeiginleg lýsing þess, er Jesús er reistur upp til nýs lífs, ellegar er hér átt við upphaf ríkis hans, eins og fólst í hinni upphaflegu notkun textans í Sálm. Það eru því engin hald- bær rök fyrir ættleiðingu í Post. 13:33 og þar af leiðandi út í hött að telja Guðssonarhugmyndina um Jesúm fyrst koma fram af þessu tilefni. Hitt ef miklu nær sanni, að upprisan hafi ver- ið hin endanlega sönnun þess, sem Jesús hafði haldið fram: að hann var sonur Guðs. Af þessu er Ijóst, að heimildir vorar um guðfræði fornkirkjunnar hnekkja í engu þeim niðurstöðum, sem rann- sóknin á guðspjöllunum hafði leitt í Ijós. Rætur þess, að NT notar Guðs- sonarheitið um Jesúm, má rekja til hans eigin meðvitundar um að vera í einstæðum tengslum við Föðurinn, en þessa sjálfsmeðvitund lét hann í Ijósi bæði með orðunum faSir minn um Guð og Sonurinn um sjálfan sig. Hér er ekki staður til að rekja frekari þróun Guðssonarheitisins í fornkirkj' unni. Látið skal nægja að hafa sýnt fram á, að upphaf þessarar hugmyndar var hjá Jesú sjálfum. Þegar því frum' kirkjan tók að tilþiðja hann sem Guðs son og byggja guðfræði sína á þeim grunni, þá var það ekki víxlspor henn- ar inn á brautir helleniskrar goðafræði. heldur var það eðlileg ályktun hennar reist á vitneskjunni um hinn sögulega sjálfsskilning Jesú. Jón Valur Jensson stud. theol tók saman. 80

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.