Kennarinn - 01.12.1898, Side 25

Kennarinn - 01.12.1898, Side 25
SKYRINQAR . .losús viir aftur kominn í átthaga sínaúr ferð sinni snðnr til skírarans í Betaníu hinnm megin Jóidan. Með iionum voru þeir lærisveinar,sem þegar höfðu gengiö honum á hönd: Andrés, Pétur, Jóhannes, Jakob, Filippus og Natanael. Þa’ð er lnvldið brúðkaup í smáþorpinu Kana, spölkorn frá Nazaret. All-liklegt er að eitt- hvert skyldfólk Maríu liafl þarátt lilut að máli, því henni hafði þegar verið boðiðtil brúðkaupsins. Jesú og lærisveinum hans er líka boðið. Hjá Gyðingum voru brúðknups-siðirnir þannig: Tólf mánuðumáðurfór trúlofun- in fram opinberlega að heimili þrúðurinnar. Tnílofunar-samningurinn var jafn- bindandi sem sjálfur hjónabands-samningurinn. Þegar liinn tilsotti brúðkaups- dágur kom, var brúðurin, um sólarlag, færð ti! heimilis bruðgumans með mikilli viðhöfn og voru )>á ættingjar hetinar og “viuir brúðgumans” í för með henni. Hún var leidd fyrir mann sinn og við hann var sagt: “Tak |>ú hana samkvæmt lögum Mósia óg ísraels”. Síðan voru brúðhjónin krýnd blömsveigum. Maðurinn skrifaði undir lögmatan samning og skuldliatt sig til að sjá fyrir henni, heiðra liana og eiska. Að loknum hinum fyrirskipaða liandaþvotti og blessunarylirlýsing byrjaði veizlan, sein oft stóð marga daga. Var )>á fögnuöur mikill og gleði. Víns var neytt i liófl. Vínið hafði ekki á þeirri tíð meöal Gyðinga liina skaðlegu spilling í för með sér, sem nú liefur )>að, enda mjög ólíkt þvi víni, sem nú er brúkað ogsem liefur jafnan tóma bölvan í för með sér. Jesús kom til brúðkaupsins. Hánn tók )>átt í gleðinni með fólkinu þar. Oss lærisveinum lians er ekki bannað að taka )>átt í gleði og skemtunum. l>að sem kristindómurinn heimtar af 08S er það, að skemtanir vorar séu lausar við synd og ekki í óliófl. Guðs lieilagt orð á að upplýsa svo samvizku vora, að hún sé fær að segja oss jafnan livað leylilegt, sé og livað ekki leyfllegt. Og vór getum haft dæmi frelsarans oss til leiðbeiningar. Ein regla er óskcikul, ef vér fylgjum lienui, sem er sú, að fara aldrelá þá skemtistaði, né taka þátt í þeirri gleði, sem vér liiinum að vér ekki getum boðið Jesú að vera með oss. Vór lærisveinarnir eigum að þekkja svo vilja meistara vors, að vér getum með vissu vitað hváð hoiium þókuast. Og ef vér ernm í vanda staddir eigum vér að halla oss biðjandi upp* að brjósti liaus og spyrja: samþykkir )>ú þetta, elskulegi viuur? Vér megum aldrei ganga )>ar inn, sem vér verðum að skilja frelsarann eftir úti. Enginn mundi vilja móðga liann með )>ví, að bjóða honum með sér inn í drikkjustofurnar, spilaliúsin cðn danssalina. Vór gleðjumst að eins )>ar, sem drottinn vor getur glaðst með oss. l>á er líka gleði vor svo lijartanleg og mikil. I þessari brúðkaupsveizlu opinberaði .lesús fyrstsína dýrð með kri’ftaverki. Vín- ið var þrotið. Móðir Jesús vissi |>að. Forstöðumaðurinn liefur ef til vill sagl heniii |>að. Ilún fer |>ví til Jesú og segir honum hvernig sakir standa. Ekki má út af þessu draga þáályktun, að Maria gangi á milli og geti borið bænir mannanha fram fyrir guös son eins og katólska kirkjan kennir. A hinnium hefur liúu engin auka- réttindi. Hún var mööir Jesú að |>ví er likamlegt líf hans snertir en Irá guölegu sjónarmiði er hún “koua” ogekkert meir. Frelsarinn má aldrei neitt aumtsjá. Ilann kennir íbrjóstium alla )>á, sem eru á- hyggjufullir út af einhverju. Þar stóðu sex vatnsker og hann bauð að l'ylla |>au á barma og bera )>au fyrir forstöðumann veizlumiar. Þegar liann smakkaði vatuið fanu liann, að)>að var orðið að víni. Þet.ta var byrjun margra yflrnátturlegra furðuverka, sem sönnuöu guðdóm lians og lýstu dýrð l'öðursins.

x

Kennarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.