Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 38
Prestaféiagsritiö. Búddha og andastefna hans. 33
Þetta eru hin helztu boðorð, sem hlýða ber, en auk þeirra
er lærisveininum bannað að stunda nokkra þá atvinnu, sem
aflar fjár, og eins ber þeim að forðast allan gleðskap og leiki.
Sannur Búddhatrúarlærisveinn má því munkur kallast — heims-
flóttamaður — sem þráir lausn frá þjáningum, sem hann sér
í öllum fyrirbrigðum lífsins. Rétt siðferðileg breytni, sem fólgin
er í hlýðni við þessi boðorð, er nauðsynleg, ef vænta má þess
sem nú verður sagt frá og heitir:
II. Rétt hugleiðsla (samadhi).
Hugleiðslu nefni éð það, sem á útlendu máli er kallað
Meditation. Það er ástand, sem maðurinn kemst í og líkja má
við leiðslu — frá voru sjónarmiði. Það er líkt og maðurinn
loki sér fyrir öllum ytri áhrifum, andinn leiðir athygli sína frá
hinum sýnilega heimi og beinir henni að andlegum viðfangs-
efnum. Hugleiðslan er þannig þekkingarmiðill, sem aflar mönn-
um æðri vizku. Ef líkja ætti henni við nokkuð f kristnum
dómi, væri það helzt það, sem kallað hefir verið ekstase
(exaxamg) og lagt er út með hrifning eða guðmóður, og skal
þó tekið fram, að naumast er það sambærilegt. Niðurstaðan
verður sú, að nálega er ómögulegt að skýra og skilja hvað
hugleiðslan er, nema því að eins að skýrandinn hafi sjálfur
komist í slíkt ástand. Og er þó varla að vænta, að hann gæti
fengið menn til að skilja það, sem heyrir til öðru skynsviði.
An siðferðilegs undirbúnings er talið að enginn hafi not af
hugleiðslu. Búddha líkir þeim mönnum við heimskar sauð-
kindur, sem leiti þekkingar í hugleiðslu, án þess að lifa heil-
ögu lífi. Eins og sauðkindur leiti grasa og svalalinda í fjöll-
unum og fari tíðum í ógöngur og á refilstigu hengihamra —
þannig fari og ósvinnum manni, sem leitar andlegra gæða í
hugleiðslu án undirbúnings. Hættur bíði hans en eigi upp-
bygging. Hins vegar er hugleiðslan sæluástand þeim, sem eru
á réttri leið. Fjögur eru talin höfuðstig hugleiðslunnar og er
erfitt að skilja og skýra hver sé munuririn á stigum þessum.
Eftir því sem maðurinn kemst dýpra eða hærra — hvort sem
réttara er — í hugleiðslunni, eftir því breytist vitundarlífið.
3