Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 40

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 40
Prestafeiagsriiið. Búddha og andaslefna hans. 35 tók að kenna, og loks þegar hann inngekk í Nirvana — fyrir handan. Einn af guðunum eða þeim æðri verum, sem fyr er getið, er /Víara, freistarinn, sem svarar til Satans í kristnum dómi. Vesturlandamönnum myndi hætta við að skilja Mara sem per- sónugjörfing freistinganna, en þess ber að gæta, að Mara, eins og hinir aðrir guðir, eru verulegir í hugleiðsluástandi. Og frá því sjónarmiði mun Búddha hafa talið Mara rammasta veruleika. I helgisögunni um Búddha er ítarlega sagt frá við- skiftum hans og freistarans. Mara er drottinn og herra í ríki hins holdlega og efnis- kenda. I einu riti Búddhatrúar er sagt að Mara hafi eitt sinn orðið á vegi Búddha í gerfi gamals bónda, sem plægði akur sinn með uxum. Hann mælti við Búddha: »Hvort sér þú uxa mína?« Búddha svaraði: »hvað meinar þú með uxa-hjali þínu, þú hinn argi?« — En Mara svaraði: »Mér tilheyrir augað og sjónin, eyrað og heyrnin, nef og ilman o. s. frv. Hvert hygst þú að fara til að losna við mig? Mér tilheyrir allur líkaminn«. — Búddha svaraði: »Þitt er augað og sjónin, eyrað og heyrnin o. s. frv., en þar sem ekkert er augað og sjónin, eyrað og heyrnin o. s. frv., hvar er þá máttur þinn?« — Þá er og Mara dauðaguðinn, enda liggur það í sjálfu heitinu, því Mara er sama stofns sem latneska orðið Mors, dauði. En þessar tvær hliðar í eðli Mara eru þó skyldar, því hinar holdlegu fýsnir leiða til dauða og þar með allra þeirra þjáninga sem menn þrá lausn frá. Mara er og kallaður Mara papima eða Mara hinn illi. I hugleiðslu vekja menn og í sér hulda krafta sem nefndir eru Iddhi. Það hefir lengi verið trú Indverja, að með hverj- u«i manni byggi undramáttur sem unt væri að hagnýta og Sera áþreifanlegan í lífinu. Hinir svonefndu Yogar þ. e. þeir sem iðka Yoga — leggja sérstaka stund á þessa hlið sjálfsrækt- unar. Og svo virðist sem nokkur fótur sé fyrir þessari skoð- un Voganna, því að kunnugt er, að hinir svonefndu fakírar eða töframenn á Indlandi, gera mestu furðuverk. Hér kemur fram hversu Búddha hefir bygt á Vogafræðum sinnar sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.