Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 40
Prestafeiagsriiið. Búddha og andaslefna hans. 35
tók að kenna, og loks þegar hann inngekk í Nirvana — fyrir
handan.
Einn af guðunum eða þeim æðri verum, sem fyr er getið,
er /Víara, freistarinn, sem svarar til Satans í kristnum dómi.
Vesturlandamönnum myndi hætta við að skilja Mara sem per-
sónugjörfing freistinganna, en þess ber að gæta, að Mara,
eins og hinir aðrir guðir, eru verulegir í hugleiðsluástandi.
Og frá því sjónarmiði mun Búddha hafa talið Mara rammasta
veruleika. I helgisögunni um Búddha er ítarlega sagt frá við-
skiftum hans og freistarans.
Mara er drottinn og herra í ríki hins holdlega og efnis-
kenda. I einu riti Búddhatrúar er sagt að Mara hafi eitt sinn
orðið á vegi Búddha í gerfi gamals bónda, sem plægði akur
sinn með uxum. Hann mælti við Búddha: »Hvort sér þú uxa
mína?« Búddha svaraði: »hvað meinar þú með uxa-hjali þínu,
þú hinn argi?« — En Mara svaraði: »Mér tilheyrir augað og
sjónin, eyrað og heyrnin, nef og ilman o. s. frv. Hvert hygst
þú að fara til að losna við mig? Mér tilheyrir allur líkaminn«.
— Búddha svaraði: »Þitt er augað og sjónin, eyrað og heyrnin
o. s. frv., en þar sem ekkert er augað og sjónin, eyrað og
heyrnin o. s. frv., hvar er þá máttur þinn?« — Þá er og Mara
dauðaguðinn, enda liggur það í sjálfu heitinu, því Mara er
sama stofns sem latneska orðið Mors, dauði. En þessar tvær
hliðar í eðli Mara eru þó skyldar, því hinar holdlegu fýsnir
leiða til dauða og þar með allra þeirra þjáninga sem menn
þrá lausn frá. Mara er og kallaður Mara papima eða Mara
hinn illi.
I hugleiðslu vekja menn og í sér hulda krafta sem nefndir
eru Iddhi. Það hefir lengi verið trú Indverja, að með hverj-
u«i manni byggi undramáttur sem unt væri að hagnýta og
Sera áþreifanlegan í lífinu. Hinir svonefndu Yogar þ. e. þeir sem
iðka Yoga — leggja sérstaka stund á þessa hlið sjálfsrækt-
unar. Og svo virðist sem nokkur fótur sé fyrir þessari skoð-
un Voganna, því að kunnugt er, að hinir svonefndu fakírar
eða töframenn á Indlandi, gera mestu furðuverk. Hér kemur
fram hversu Búddha hefir bygt á Vogafræðum sinnar sam-