Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 41
Prestafélagsritiö.
36 Ragnar Ófeigsson:
tíðar, enda hefir verið sagt, að Búddhisminn væri gagnsýrður
af yogiskum anda. í ritum Yoga er og Búddha stundum blátt
áfram nefndur Yogin. Það yrði alt of langt mál, ef lýsa ætti
nánar þessum leyndardómum. Fyrir rétta hugleiðslu öðlast
menn það sem nefnt er:
III. Rétt þekking (panna).
Þessi þekking, sem hér um ræðir er og nefnd æðri vizka
og er fólgin í því að sjá og skilja andlega fortíð sína og ann-
ara — afdrif eftir dauðann og loks sjá og skilja orsök og
eðli þjáninganna og að finna leiðina til lausnar frá henni.
I. í fyrsta lagi öðlast lærisveinninn þekkingu á fyrri æfi-
skeiðum sínum. Endurminningin vaknar og verður meira og
minna ljós. í helgiritunum er sagt, að venjulegir meinlæta-
menn (Asketar) — ef þeir muna nokkuð aftur í tímann —
muni eigi gleggra en svo, að endurminningin líkist daufu
skini af eldormi — hjá Búddalærisveini líkist hún lampaskini
— hjá heilögum lærisveini (Arhat) Iíkist hún skini morgun-
stjörnunnar — hjá þeim Búddha sem leitað hefir upplýsingar
aðeins fyrir sjálfan sig — er endurminning fyrri æfiskeiða
svo glögg, að líkja má við mánaskin, og heilagur fullkom-
inn Búddha, þ. e. heimsfræðari, man svo glögt, að endur-
minningin líkist 1000 sólna skini. Því er haldið fram að end-
urminning þessi liggi í dróma og dvala hjá hverjum mánni,
en í hugleiðslunni vakni hún, þegar andinn kallar á hana. Og
að síðustu verði hún svo glögg, að maðurinn geti sagt hver
og hvílíkur hann var á vissu æfiskeiði, hve lengi hann lifði,
í hverju Iíkamsgerfi, í hvaða stétt og stöðu hann var o. s. frv.
Þessu er og líkt við ferðalag, þegar heimkominn maður rifjar
upp í huga sér þá staði, sem hann kom á og það sem fyrir
hann hefir borið á hverjum stað og hvað hann sjálfur hafðist
að. Þannig er Ijóst að Búddha byggir á sálnaflakkstrúnni
gömlu og »reincarnations«-kenning Þeosófa er runnin frá
Búddhatrúnni eins og fleira í þeim fræðum.
II. Annað þekkingaratriðið er það, að sjá og skilja afdrif
sálarinnar eftir dauðann og fylgja henni eftir á hinum and-