Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 43

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 43
38 Ragnar Ófeigsson: Prestaféiigsritiö. sá hann að fyrsta orsökin er fæðingin. Og er hann rakti sig eftir orsökunum sem lágu að baki, sá hann að fæðingin or- sakast af inngöngu í efnið við getnaðinn (bhava), getnaðurinn orsakast af samdrætti og samlögun hins holdlega innbyrðis — sem aftur orsakast af holdlegri girnd, girndin orsakast af tilfinning, tilfinningin af áhrifum (eiginl. snertingu: sparsa), áhrifin orsakast af skilningarvitunum, skilningarvitin orsakast af persónuleikanum, persónuleikinn er orsakaður af vitundinni, vitundin orsakast af myndunaröflum undirvitundar (sem eigi er sjálfsvitandi) og myndunaröfl þessi eru ávöxtur blekkingar og vizkuleysis (avidya). Þannig varð honum ljóst, að af blekkingu og villu koma fram myndunaröflin í undirvitundinni, af undirvitundinni mynd- ast vitundin, af vitundinni sjálfsvitund eða persónuleiki, þar af leiða skilningarvitin. Skilningarvitin orsaka áhrifin, áhrifin valda tilfinningu, tilfinningin holdlegri girnd, girndin veldur samdrætti hins holdlega, þar af verður getnaður, en getnaður veldur fæðingu og fæðing leiðir til elli og dauða, áhyggju og harma, þjáninga, örvæntingar og margvíslegra rauna. Og af þessari þekkingu sá hann enn fremur, að eins og tilvera eins orsakast og er háð tilveru annars, þannig yrði og til- veruleysi eins öðrum hjálp til tilveruleysis. Og hann skildi, að ef takast mætti að ráða niðurlögum blekkingar og villu, væri leiðin greið til að losna við myndunaröflin og öll stig vitund- arlífsins, sem af þeim leiddu, og loks þjáningu, elli og dauða. Þannig sá hann og skoðaði orsakir alls þessa og fann sann- leikann um blekkinguna, um upphaf blekkingarinnar og um leiðina, sem fara verður, til þess að losna frá blekkingunni. Sömuleiðis og sannleikann um hin skapandi öfl, um upphaf þeirra og hvernig takast má að losna undan valdi þeirra, og þannig rakti hann sig eftir allri orsakakeðjunni, þar til hann skildi loks og sagði: Þetta er dauðinn. Þetta er orsök dauð- ans, þetta er lausnin frá dauðanum, þetta er vegurinn, sem leiðir til lausnar frá dauðanum. Og á sama hátt: Þetta er þjáningin — þetta er orsök þjáningarinnar, þetta lausnin frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.