Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 43
38 Ragnar Ófeigsson: Prestaféiigsritiö.
sá hann að fyrsta orsökin er fæðingin. Og er hann rakti sig
eftir orsökunum sem lágu að baki, sá hann að fæðingin or-
sakast af inngöngu í efnið við getnaðinn (bhava), getnaðurinn
orsakast af samdrætti og samlögun hins holdlega innbyrðis
— sem aftur orsakast af holdlegri girnd, girndin orsakast af
tilfinning, tilfinningin af áhrifum (eiginl. snertingu: sparsa),
áhrifin orsakast af skilningarvitunum, skilningarvitin orsakast
af persónuleikanum, persónuleikinn er orsakaður af vitundinni,
vitundin orsakast af myndunaröflum undirvitundar (sem eigi
er sjálfsvitandi) og myndunaröfl þessi eru ávöxtur blekkingar
og vizkuleysis (avidya).
Þannig varð honum ljóst, að af blekkingu og villu koma
fram myndunaröflin í undirvitundinni, af undirvitundinni mynd-
ast vitundin, af vitundinni sjálfsvitund eða persónuleiki, þar
af leiða skilningarvitin. Skilningarvitin orsaka áhrifin, áhrifin
valda tilfinningu, tilfinningin holdlegri girnd, girndin veldur
samdrætti hins holdlega, þar af verður getnaður, en getnaður
veldur fæðingu og fæðing leiðir til elli og dauða, áhyggju
og harma, þjáninga, örvæntingar og margvíslegra rauna. Og
af þessari þekkingu sá hann enn fremur, að eins og tilvera
eins orsakast og er háð tilveru annars, þannig yrði og til-
veruleysi eins öðrum hjálp til tilveruleysis. Og hann skildi, að
ef takast mætti að ráða niðurlögum blekkingar og villu, væri
leiðin greið til að losna við myndunaröflin og öll stig vitund-
arlífsins, sem af þeim leiddu, og loks þjáningu, elli og dauða.
Þannig sá hann og skoðaði orsakir alls þessa og fann sann-
leikann um blekkinguna, um upphaf blekkingarinnar og um
leiðina, sem fara verður, til þess að losna frá blekkingunni.
Sömuleiðis og sannleikann um hin skapandi öfl, um upphaf
þeirra og hvernig takast má að losna undan valdi þeirra, og
þannig rakti hann sig eftir allri orsakakeðjunni, þar til hann
skildi loks og sagði: Þetta er dauðinn. Þetta er orsök dauð-
ans, þetta er lausnin frá dauðanum, þetta er vegurinn, sem
leiðir til lausnar frá dauðanum. Og á sama hátt: Þetta er
þjáningin — þetta er orsök þjáningarinnar, þetta lausnin frá